Bretland ákveður að notast við umdeilt 5G net frá Huawei

Ekki eru allir sáttir við þessa ákvörðun ríkisstjórnar Boris Johnson.

Bretland hefur ákveðið að notast áfram við Huawei í 5G netum sínumó með takmörkunum, þrátt fyrir þrýsting frá Bandaríkjunum um að loka á fyrirtækið. Frá þessu greinir Breska ríkisútvarpið.

Kínverska fyrirtækinu verður bannað að afhenda „viðkvæmum hlutum“ netsins búnað, sem kallast kjarninn. Að auki verður aðeins leyft hafa búnað frá fyrirtækinu í 35% af jaðri netsins, sem inniheldur útvarpsmöstur. Það verður útilokað frá svæðum nálægt herstöðvum og kjarnorkusvæðum.

Forsætisráðherrann, Boris Johnson, hefur staðið frammi fyrir þrýstingi frá Bandaríkjunum og nokkrum þingmönnum Íhaldsflokksins um að loka fyrir kínverska tæknirisann, á grundvelli þjóðaröryggis.

Þingmenn hvattir til að verja friðhelgi almennings

Embættismaður Trump-stjórnarinnar hefur sagt að Bandaríkjamenn „séu vonsviknir“ með ákvörðunina. Peking-stjórnin hafði varað Bretland við því að það gætu orðið „verulegar“ afleiðingar á aðrar viðskipta- og fjárfestingaráætlanir, hefði fyrirtækið verið útilokað.

Þessari ákvörðun hefur verið lýst sem stærsta prófsteininum á Boris Johnson á eftir BREXIT málinu til þessa. Newt Gingrich, repúblikani og fyrrverandi forseti fulltrúaþings Bandaríkjanna, lýsti ákvörðuninni sem „stefnumarkandi ósigri“.

Ákvörðunin á enn eftir að fara í umræðu og til samþykktar á breska þinginu. Tim Morrison, fyrrverandi embættismaður bandaríska þjóðaröryggisráðsins, hvatti þingmenn til að gera uppreisn.

„Enn er tími fyrir kjörna fulltrúa til að bjarga sérstöku sambandi og friðhelgisréttindum Breta, ef þeir greiða atkvæði um að hindra þessi mistök stjórnvalda.“