BREXIT-samningur í höfn

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands.

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, tísti rétt áðan að samningur hefði náðst við Evrópusambandið um hvernig Bretland yfirgefur það.

Enn á eftir að leggja hann til samþykktar fyrir breska þingið og Evrópuþingið – og enn virðist eiga eftir að sannfæra stjórn Norður-Írlands um ágæti hans, að því er segir í breskum fjölmiðlum.

Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, á að hafa sagt að samningurinn væri „sanngjarn og gæti jafnvægis“.

Bæði hann og breski forsætisráðherrann hafa hvatt þingin til að samþykkja samninginn.