Danskur prófessor leggur áherslu á yfirþjóðlega loftslagslögreglu

Hermenn úr samevrópskri herdeild. Mynd/ECFR
P. Gardner Goldsmith.

Í mörg ár hefur borgaralega sinnað fólk úr ýmsum áttum varað við því að fyrirætlun margra áróðursmeistara „loftslagsógnarinnar“, sé að búa til allsherjar skatta- og eftirlitskerfi, með stuðningi yfirþjóðlegs lögregluvalds, runnu undan rifjum Sameinuðu þjóðanna.

Um þetta ritar P. Gardner Goldsmith hjá Media Research Center, og Viljinn þýddi.

Nú þegar rangar fullyrðingar, gallaðar spár, leynileg hagræðing gagna og gríðarlegar aðferðafræðilegar villur við útreikninga „loftslagsógnarinnar“ hafa verið afhjúpaðar, lítur út fyrir að minnsta kosti einn meðlimur loftslagskirkjunnar ætli að sýna sitt sanna sjálf – og örvæntingu.

Prófessorinn lagði sérstaka áherslu á hernaðaríhlutun

Prófessor í alþjóðasamskiptum við Háskólann í Kaupmannahöfn, Ole Wæver, ákvað nýlega að heilla útvarpsmenn Ástralska fjölmiðilsins (ABC) með hinni „friðsömu“ trú sinni að „aðgerðaleysi“ vegna „loftslagsbreytinga“ gæti krafist þess að  hernaðaríhlutun verði beitt úti um allan heim.

Prof. Ole Wæver.

„Þegar framkvæmdavaldið – eftir að hafa lítt aðhafst lengi – reynir skyndilega að stytta sér leið til aðgerða, verður „öryggisbeiting“ í þágu loftslagsmála æ líklegri.“

Öryggisbeiting.

Prófessor Wæver, sem fyrstur nefndi hugtakið „öryggisbeiting“, segir að skyndilegar breytingar gætu hugsanlega ógnað lýðræðinu. „Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna gæti í meginatriðum ákveðið á morgun að loftslagsbreytingar séu ógn við frið og öryggi í heiminum,“ er haft eftir honum.

En auk þess að velta fyrir sér hvers vegna þessi góði prófessor nefnir „lýðræði“ og frið í sömu andrá, þegar höfundar stjórnarskrár Bandaríkjanna, auk Aristótelesar, hafa skilgreint lýðræði sem stjórnarform fólksins, hvernig er þá hægt að fá það út að hernaðaríhlutun Sameinuðu þjóðanna, við að stjórna orkunotkun fólks, hafi eitthvað með frið að gera?

Wæver svaraði ekki þeirri einföldu spurningu. Í staðinn bætti hann um betur, og lagði sérstaka áherslu á hernaðaríhlutun.

Neyðarástand notað til að réttlæta valdbeitingu

„Hvað svo? Jæja, Wæver sagði að það að „flokka loftslagsbreytingar sem öryggismál, gæti réttlætt róttæka framkvæmd loftslagsstefnu“, upplýsir ABC einnig. „Ef það væri eitthvað sem var ákveðið á miðstýrðum alþjóðavettvangi, og hverju ríki væri sagt: „þetta er útblástursmarkmið þitt, það er ekki samningsatriði, við getum í raun gripið til hernaðaraðgerða ef þú uppfyllir það ekki, “ sagði hann: „þá yrði í grundvallaratriðum hægt að þvinga aðgerðunum upp á íbúana, hvort sem þeim líkaði það betur eða verr.“

En fallegt. En friðsamlegt.

Auðvitað er hræðsluáróður um ógn við þjóðaröryggi eða alþjóðlegt öryggi ekki nýtt af nálinni. Þetta er einmitt það sem Barack Obama, fyrrum Bandaríkjaforseti, ýtti úr vör í september árið 2016 með „forsetabréfi“ (OPINBERU OG ÁHRIFARÍKU!), þar sem hann lýsti „loftslagsbreytingum“ sem „ógn við þjóðaröryggi.“

Aðdáendur Barack Obama í Demókrataflokknum hafa smitast af því að vilja kalla „loftslagsbreytingar“ „ógn“ sem steðjar að þjóðaröryggi, og krefjast tafarlausra aðgerða. Bernie Sanders, sósíalistinn frá Vermont, fullyrti nýlega að „loftslagsbreytingar“ væru meiri ógn en ISIS og al Qaeda, þegar hann kynnti afsprengi sitt, „16.000 milljarða dollara“ áætlun til að berjast gegn „ógninni“. Elizabeth Warren (öldungadeildarþingmaðurinn sem þóttist vera indjáni) er með sína eigin útópísku áætlun um hvernig „herinn“ getur „hjálpað til við að leiða í baráttunni gegn loftslagsbreytingum.“

Ógnarástand eitt af stóru áróðurstólunum til að koma á eftirliti

Þetta er hið klassíska mynstur sem David Icke lýsti sem „viðbrögð við ógnarástandi“. Það er almennt þekkt á meðal frelsissinnaðra fræðimanna, sem hættulegt Hegelískt framboð falskra valkosta í kosningum, sem beinir kjósendum í átt að fyrirfram hannaðri niðurstöðu, og er mjög vinsælt á meðal vinstrimanna. Loftslagsógnin er eitt af stóru áróðurstólunum til að þrýsta á meira eftirlit með fólki – jafnvel að því marki sem hinn danski prófessor Wæver benti á í ástralska útvarpsviðtalinu.

Og auðvitað, eins og Duke bendir á:

Síðan árið 2007 hefur „Evrópusambandið haft fjórar fjölþjóðlegar herdeildir til ráðstöfunar,“ skrifaði Breitbart í fyrra, þó að þeir hafi aldrei verið sendir á vettvang. Þar að auki lagði Emmanuel Macron, Frakklandsforseti, það til árið 2018 að stofna Evrópusambandsher, hugmynd sem fljótt var hampað af þýska kanslaranum Angelu Merkel.

Sérhver ákvörðun ríkisstjórna er studd af mögulegri valdbeitingu vopnaðs herafla sem Bandaríkjamenn virðast ósjálfrátt skilja, en margir þeirra vilja einhvern veginn ekki þurfa að ræða. Fyrst núna, þegar kemur að „loftslagslögreglunni“ glymja viðvörunarbjöllur í höfðinu á þeim.

Reyndar ættu þessar viðvörunarbjöllur að hafa hringt í nokkurn tíma.