Deilur um peninga framundan á loftslagsráðstefnu í Madríd?

Miklum hamförum er spáð ef fólk samþykkir ekki álögur vegna kolefnislosunar. Mynd/CC

Á loftslagsráðstefnunni í Madrid í desember nk. munu samningamenn leggja hart að sér við að reyna að koma á viðskiptum eftir forskrift Parísarsamkomulagsins. Mikil verðmæti eru í húfi fyrir sum þróunarríkin, þar sem að kolefnislosunarmarkmið þeirra eru ekki bindandi, sbr. Kína og Indland, og hefur það leitt til harkalegra deilna. Um þetta skrifar í cfact Dr. David E. Wojick þann 7. nóvember sl. og Viljinn þýddi.

David E. Wojick.

Viðskipti með kolefnislosun þýða, að öll lönd sem losa minna en markmiðin sem þau hafa sett, geta selt mismuninn í formi losunarheimilda, öðru nafni kolefniskvóta. Þetta yrði risastór markaður. Flugfélögin lofa nú þegar að vega upp á móti mikilli losun flugvéla, og flest þróuð ríki eru langt frá því að geta náð markmiðum sínum. Þessvegna yrði mikið af mögulegum kaupendum að kvótanum.

Kína og Indland eignast meiri kvóta eftir því sem þau losa meira

Lönd eins og Kína og Indland eiga gríðarmikinn kolefniskvóta til að selja, þrátt fyrir mikla og hratt vaxandi losun, auk opnunar á nýjum kolanámum. Það er vegna þess að markmið þeirra byggjast á losun miðað við landsframleiðslu (GDP), en ekki losun á magni. Vaxandi iðaðarstarfsemi eykur losun, en hún eykur landsframleiðsluna miklu, miklu meira. Brasilía, sem einnig er að taka hraðan hagvaxtarkipp, á líka fullan pott af losunarheimildum til að selja, eins og fleiri lönd.

Kolanáma á Indlandi.

Þessi stóri haugur af gömlum kolefniskvóta er aðal þrætueplið. Nýtt viðskiptakerfi með kolefniskvóta, kallað Sjálfbært þróunarkerfi (Sustainable Development Mechanism, SDM), kemur í stað gamla Hreina þróunarkerfisins (Clean Development Mechanism,CDM) skv. Kyoto-bókuninni, en hún rennur út á næsta ári. Kína og Indland hafa safnað mjög miklu magni af CDM kolefniskvóta, þökk sé hraðri iðnvæðingu landanna á síðustu árum. Svo miklu, að sumir óttast að hætta sé á offramboði, sem geri kolefniskvótann verðlausan. En Kína, og aðrir stórir handhafar CDM-kvótans, sjá það ekki þannig.

Kolefniskvótinn byggi á tvítalningu, ógagnsæi og svindli

Það er líka lúmskur grunur um að gömlu CDM-einingarnar séu að mestu leyti sviknar. Í skýrslu Evrópusambandsins (ESB), sem kom út árið 2016, kom í ljós að aðeins tvö prósent CDM verkefna voru líkleg til að tryggja frekari minnkun á kolefnislosun. Að gera kröfu um lækkun á losun vegna verkefna sem voru í gangi hvað sem því líður, líta margir á sem svindl.

Eins er talað um „tvöfalda talningu.“ Það er þegar land A selur einingar til lands B, en dregur inneignina ekki frá lækkunarkröfu sinni. Í gildi eru þá bæði heimildir A og B til að telja þá losunarlækkun sem lánstraustið er talið byggjast á. (Sósíalismi er land flókinna reglna). Til að koma í veg fyrir tvítalningu af þessu tagi, yrðu löndin að opna losunarbækur sínar, sem Kína er alveg sérstaklega tregt til að vilja gera.

Af þessum og fleiri ástæðum, er m.a. útbreidd andstaða við að vilja leyfa yfirfærslu á CDM-einingum yfir í SDM pottinn. Kína, Indland o.fl. eru þessu mjög ósammála, því löndin vilja eiga þess kost að selja þennan gamla kolefniskvóta.  Með milljarða dollara í húfi, verður þetta langstærsta málið á leiðtogafundinum í Madrid. Þegar öllu er á botninn hvolft snýst þessi sýning um peninga, en ekki loftslagið.

Hvati til að setja of auðveld markmið og græða svo á kvótasölu

Annað SDM mál sem menn ræða sín á milli en er enn ekki uppi á borðinu, er félagslegt réttlæti. Rökin eru þau að mörg CDM verkefni hafi haft slæm félagsleg áhrif, til dæmis eins og að skaða byggðarlög. Svo er til hópur, aðallega smáríkja, undir forystu Sviss, sem vilja að SDM feli í sér varúðarráðstafanir, eins og staðbundið samþykki. Stóru ríkin vilja þetta ekki.

Enn annar áhugaverður þáttur er að verðmæti kolefniskvóta sé hvatning fyrir þróunarríkin til að setja sér of auðveld markmið. Í stuttu máli virðast vera margar leiðir til að spila á SDM kerfið.

Þessari umræðu lýkur ef til vill ekki í Madríd. Það tókst ekki að ljúka henni á síðasta leiðtogafundi í Póllandi. Það var efni sérstaks fundar í síðasta mánuði, í Kosta Ríka, sem náði heldur engum árangri og sumir halda því fram að án SDM, brotni kerfið sem Parísarsamkomulagið byggir á.