„Hjartans þakkir til ykkar allra. Stuðningur ykkar er ómetanlegur.
Við erum nú búin að taka nokkra slagina síðustu árin en nú er ég kjaftstopp,“ segir Anna Sigurlaug Pálsdóttir, eiginkona Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Miðflokksins og fv. forsætisráðherra, á fésbókarsíðu sinni í dag, en hún er þar að þakka fyrir fjölmargar stuðningskveðjur sem henni hafa borist.
„Ég bara skil ekki hvert íslenskt samfélag er komið. Hatrið og þörfin fyrir að smána aðra til upphefja sjálfan sig,“ segir Anna Stella, eins og hún er jafnan kölluð.
„Ég ætla ekki að segja ykkur hvað hefur gengið á í partýum meðal stjórnmálamanna síðustu árin en það kannski segir allt að við SDG höfum gengið út.
Þakka ykkur enn og aftur. Ég stend stolt með Sigmundi mínum enda veit ég hvaða mann hefur að geyma og veit hver líðan hans er núna,“ segir hún.