Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur birt, í samráðsgátt, drög að nýrri reglugerð um innflutning á hundum og köttum. Lagt til að einangrun dýranna verði stytt úr fjórum vikum í 14 sólarhringa. Umsagnarfrestur er til 3. janúar nk. Reglugerðina má finna hér.
Tillögurnar byggja á áhættumati frá Preben Willeberg, fyrrum yfirdýralækni Danmerkur og hefur Matvælastofnun einnig gefið sérfræðiálit sitt, að því er segir í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins.
Í reglugerðinni er einnig lagt til að einangrun hjálparhunda geti farið fram í heimasóttkví. Þá er lögð áhersla á að undirbúningur fyrir almennan innflutning fari að mestu fram í heimalandi eða útflutningslandi dýranna.