Það er augljóst að endurkjör Ragnars Þórs Ingólfssonar til formennsku í VR styrkir stöðu uppreisnarmanna í verkalýðshreyfingunni, bæði inn á við og út á við. Inn á við vegna þess að auðvitað hafa verið og eru skiptar skoðanir innan hreyfingarinnar á því, hvernig halda beri á kjarabaráttunni. Og út á við vegna þess að það er staðfesting á því að uppreisnarliðið leiðir kjarabaráttuna.
Þetta er mat Styrmis Gunnarssonar, fv. ritstjóra Morgunblaðsins, sem fjallar um málið á vefsíðu sinni.
„Það eru meiri líkur en minni á því að í einhverjum kimum atvinnulífsins hafi einhverjir borið saman bækur sínar um það, hvort hægt yrði að breyta stöðunni í kjaraviðræðunum með hallarbyltingu í VR. En að niðurstaðan hafi orðið að láta kyrrt liggja,“ segir Styrmir ennfremur.