Er þá ekki eins hægt að hlera skrifstofur?

„Á Íslandi fórnaði „litli sómamaður­inn“ sér í þetta. Hann sagði sjálf­ur að af þess­um sex, sem töluðu svo hátt við borð, hefði hann aðeins þekkt einn í sjón, Sig­mund Davíð. Hann ákvað þó að taka upp fjög­urra klukku­tíma spjall þing­manns­ins við, þess vegna fimm al­menna borg­ara, sem hann hafði ekki hug­mynd um hverj­ir væru! Er það virki­lega? Er það þess vegna sem hann vill ekki láta nafn­greina sig?“

Þetta skrifar Davíð Odsson, ritstjóri Morgunblaðsins, í Reykjavíkurbréfi dagsins um hið fræga samsæti sexmenninganna úr Miðflokki og Fólki fólksins á Klausturbar, sem svo mjög hefur komið til umræðu síðustu daga.

„Bréf­rit­ari hef­ur ekki sökkt sér niður í þess­ar frá­sagn­ir en það sem hæst hef­ur farið er einkar lág­kúru­legt og lækk­ar mjög risið á þeim sem þar fóru með. Hitt er annað mál að þar sem menn koma sam­an á veit­ingastað við borð, jafn­vel hvítþvegn­ir engl­ar, bind­ind­is­menn og veg­an sem hinir, þá er ekki þar með sagt að þeir þurfi að sæta því að sam­töl þeirra séu hljóðrituð og birt, af því að þetta séu „op­in­ber­ir staðir“.

Slík­ir menn gætu hávaðalaust fjallað þar um fjar­stadda menn og þá ekki kom­ist hjá því að nefna atriði sem væri mjög óheppi­legt og jafn­vel skaðlegt fyr­ir alla, einnig viðkom­andi, ef birt yrði op­in­ber­lega. Og lág­kúru­leg meiðandi um­mæli breyta ekki endi­lega öllu í þeim efn­um, þótt von­legt sé að mörg­um þyki blaðrar­arn­ir sem lægst lögðust eiga af­hjúp­un­ina skilið. Má þá ekki eins hlera skrif­stof­ur sem ríkið legg­ur til og kost­ar ef grun­ur leik­ur á að þar kunni að heyr­ast meiðandi um­mæli um ein­hvern?“

Davíð rifjar upp störf sín sem þingfréttaritari Morgunblaðsins fyrr á tíð og þá hafi þingmenn jafnan skotist út á Hótel Borg til að fá sér einn gráan eða tvo. Ekki hafi verið um aðra slíka staði að ræða.

„En af til­efni þess­ara ólán­legu frétta af barn­um í Klaustr­inu rifjaðist upp að bresk­ur þingmaður í heim­sókn hér upp­lýsti að í breska þing­inu væru 23 bar­ir. Sum­ir þeirra væru fyr­ir neðri deild­ina og aðrir fyr­ir lá­v­arðadeild­ina og væru flest­ir þeirra opn­ir þeim blaðamönn­um sem skráðir væru og samþykkt­ir sem þing­frétta­rit­ar­ar,“ segir hann.