Evrópuþingið lýsir yfir neyðarástandi í loftslagsmálum

Evrópuþingið lýsir yfir neyðarástandi í loftslagsmálum. Mynd/europa.eu

Ályktun um að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum var samþykkt með 429 atkvæðum, gegn 225 á móti og 19 fjarvistum á Evrópuþinginu í dag. Skorað var á framkvæmdastjórn Evrópusambandsins (ESB) og og aðildarríkin að grípa til aðgerða.

Framundan er ráðstefna Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar, COP25 í Madríd á Spáni, 2. til 13. desember, nk. og samþykkti þingið í dag ályktun þar sem lýst er yfir neyðarástandi í loftslagsmálum og umhverfismálum, í Evrópu og á heimsvísu. Þess var krafist að framkvæmdastjórnin tryggi að öll viðeigandi lagafrumvörp og fjárlagatillögur séu að fullu í takt við markmiðið um að takmarka hlýnun jarðar við 1,5 °C. Frá þessu er sagt í tilkynningu á vef Evrópuþingsins.

Í sérstakri ályktun hvatti Evrópuþingið ESB til að leggja fram áætlanir sínar til að ná loftslagshlutleysi eins fljótt og auðið er, og í síðasta lagi árið 2050, fyrir þessa næstkomandi loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna. Evrópuþingmenn hvöttu einnig nýjan forseta framkvæmdastjórnar ESB, Ursulu von der Leyen, til að taka 55% lækkunarmark losunar gróðurhúsalofttegunda fyrir árið 2030 inn í Evrópska græna samkomulagið (e. European Green Deal).

Aðildarríkin tvöfaldi hið minnsta framlög í Græna loftslagssjóðinn

Þess var krafist af þinginu að ESB löndin að minnsta kosti að tvöfölduðu framlög sín til alþjóðlega Græna loftslagssjóðsins (e. Green Climate Fund). Aðildarríki ESB eru stærstu greiðendurnir til opinberra loftslagsmála, eftir að Bandaríkin drógu 100 milljarða dala framlag sitt út úr Parísarsamkomulaginu og fjárhagsáætlun ESB þarf að uppfylla alþjóðlegar skuldbindingar að fullu. Þeir tóku einnig fram að framlög iðnríkjanna nái ekki sameiginlegu markmiði um 100 milljarða dala á ári frá og með árinu 2020.

Að lokum voru ESB-ríkin hvött til að fella niður allar beinar og óbeinar niðurgreiðslur vegna jarðefnaeldsneytis fyrir árið 2020.