Feðgar á sitthvorum enda framboðslistans

Framboðslisti Miðflokksins í Norðvesturkjördæmi var samþykktur á félagsfundi kjördæmisins fyrir helgi, en kjördæmið er eitt sterkasta vígi flokksins samkvæmt skoðanakönnunum.

Bergþór Ólason, alþingismaður er í oddvitasætinu eins og síðustu kosningum, sem og Sigurður Páll Jónsson, alþingismaður sem er áfram í öðru sæti. Í þriðja sæti er Finney Aníta Thelmudóttir, laganemi.

Athygli vekur að heiðurssæti listans skipa feður tveggja þingmanna flokksins. Báðir voru þeir á sínum tíma virkir í stjórnmálum. Í næstsíðasta sæti er Gunnlaugur Sigmundsson, fv. þingmaður og faðir Sigmundar Davíðs formanns flokksins og Nönnu framkvæmdastjóra hans, og í síðasta sætinu er bæjarstjórinn fyrrverandi, Óli Jón Gunnarsson, en hann er faðir Bergþórs.

Listinn allur er eftirfarandi:

1. Bergþór Ólason, alþingismaður, Akranesi

2. Sigurður Páll Jónsson, alþingismaður, Stykkishólmi

3. Finney Anita Thelmudóttir, Reykjavík

4. Ílóna Sif Ásgeirsdóttir, Skagaströnd

5. Högni Elfar Gylfason, Korná, Skagafirði

6.  Hákon Hermannsson, Ísafirði

7.  Anna Halldórsdóttir, Borgarnesi

8. Erla Rut Kristínardóttir, Akranesi

9.  Óskar Torfason, Drangsnesi

10. Valgerður Sveinsdóttir, Borgarbyggð

11.  Erna Ósk Guðnadóttir, Skagaströnd

12.  Ragnar Rögnvaldsson, Skagaströnd

13.  Hafdís Björgvinsdóttir, Stykkishólmi

14.  Ingi Guðnason, Reykjavík

15.  Gunnlaugur Sigmundsson, fyrrverandi alþingismaður, Reykjavík

16.  Óli Jón Gunnarsson, Akranesi