Flosi nýr framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins

Flosi Eiríksson framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins.

Flosi Ei­ríks­son hef­ur verið ráðinn fram­kvæmda­stjóri Starfs­greina­sam­bands Íslands og mun hann taka til starfa á næstu vik­um. For­veri Flosa í starfi, Drífa Snæ­dal, tók við starfi for­seta ASÍ fyrr í vet­ur. 

Í til­kynn­ingu frá Starfs­greina­sam­band­inu seg­ir að Flosi búi að víðtækri reynslu úr at­vinnu­líf­inu. Hann er húsa­smiður og viðskipta­fræðing­ur að mennt og und­an­far­in ár hef­ur hann starfað hjá Íslands­stofu við fræðslu og ráðgjöf. Áður starfaði hann m.a. hjá ráðgjaf­ar­fyr­ir­tæk­inu KPMG um 10 ára skeið og sem húsa­smiður hjá ýms­um aðilum.

Flosi var virkur í stjórnmálastarfi um langt skeið, fyrst fyrir Alþýðubandalagið og síðar Samfylkinguna. Hann var bæjarfulltrúi í Kópavogi í tólf ár og hefur setið í fjölmörgum nefndum fyrir sveitarfélög og hið opinbera.

Alls bár­ust 17 um­sókn­ir um stöðuna og var ráðning­ar­ferlið í hönd­um Capacent.