
Siv Jensen, formaður hægri sinnaða norska Framfaraflokksins (FrP), ákvað í dag að flokkurinn hennar sliti samstarfi við fjögurra flokka ríkisstjórn Noregs undir forystu Ernu Solberg. Stjórnin sem orðin var að fjögurra flokka ríkisstjórn Højre, Venstre, FrP og Kristilega þjóðarflokksins (KrF) er því orðin að minnihlutastjórn. Frá þessu er greint í norskum fjölmiðlum í dag.
Dropinn sem fyllti mælinn, vegna málamiðlana og uppsafnaðrar ónánægju með ríkisstjórnarsamstarfið, á að hafa verið að ríkisstjórnin samþykkti að hleypa norsk-pakistanskri brúði Íslamska ríkisins (ISIS) inn í landið ásamt börnum sínum tveimur. Um þetta fjallar m.a. Nordnorsk Debatt í dag.
Jensen fór með FrP í ríkisstjórn. Nú hefur hún slitið hann út úr samstarfinu og kveðið upp harðan dóm yfir stefnu ríkisstjórnarinnar undir forystu Ernu Solberg sem hún segist lengi hafa varað við í bakherbergjunum.
Útvatnaðar málamiðlanir og málamyndastjórnmál
Að sögn leiðtoga FrP hefur ríkisstjórnin endað í útvötnuðum málamiðlunum og málamyndastjórnmálum, eins og loftslagsmálum. Hún segir þetta mikinn ósigur fyrir Ernu Solberg, og að þetta séu endalok breiðrar borgaralegrar samvinnu Høyre og Framfaraflokksins, sem staðið hefur um langt árabil. Á tímabilinu bættust Venstre og KrF bættust inn í samstarfið, og stjórnin endaði sem fjögurra flokka stjórn ólíkra flokka.
Jensen segir ákvörðunina byggða á þróun mála hjá stjórnvöldum síðastliðið ár, en að kveikjan sé að hryðjuverkakona ISIS hafi verið flutt heim með tvö börn sín. FrP vilji engar málamiðlanir við fólk sem vill rífa niður þann verðmætagrundvöll sem norskt samfélag byggir á. Það séu skilaboð sem verði ekki aðeins fagnað af kjósendum FrP, heldur muni þau hafa hljómgrunn víðar.
Siv Jensen hefur með þessu kastað pólitískri handsprengju til hægri. Hún fullyrðir, með réttu, að Erna Solberg hlusti meira á Vinstri og Kristilega þjóðarflokkinn (KrF) en FrP.
Þó nokkrir vinstri menn fái fleiri ráðuneyti og fulltrúa Stórþingsins, boðar Siv Jensen baráttu fyrir gömlum stefnumálum FrP, flokks sem ætlar aftur að finna ræturnar.
Framfaraflokkurinn leitar í ræturnar og styrkir sig
Ríkisstjórn Ernu Solberg byggir á stórum draumi Høyre um borgaralega ríkisstjórn. En verkefnið – flokksstjórnin – hefur lengi verið dæmd til að mistakast. Einkum eru Vinstri og FrP pólitískir andstæðingar sem almennt hafa fyrirlitningu á hvor öðrum.
Að hafa þessa flokka saman í ríkisstjórn leit ágætlega út á pappír, en pólitískur raunveruleiki er allt annar. Fjarlægðin var einfaldlega of mikil. Flokkarnir tveir eru til dæmis mest fylgjandi og mest á móti vegatollum, og flokkarnir tveir með ströngustu og „vægustu“ innflytjendastefnuna.
FrP hefur undanfarið orðið að fást við æ meiri sundrungu og óánægju innan sinna raða vegna samstarfsins, en þykir með þessu hafa styrkt sig fyrir næstu þingkosningar í Noregi.