Steingrímur Hermannsson heitinn, fv. forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, kom óvænt við sögu í útför George H. W. Bush fv. Bandaríkjaforseta sem fram fór í Washington í dag.
Brian Mulroney, sem var forsætisráðherra Kanada, í forsetatíð Bush minntist þess þá þegar hann sat sinn fyrsta leiðtogafund hjá Atlantshafsbandalaginu (NATO) í Brussel. Athygli hefði vakið að Bush skrifaði samviskusamlega niður minnispunkta undir ræðum þjóðhöfðingja þeirra landa sem mættir voru og þótti þeim það ekki lítið mikilsvert.
Þegar röðin kom að íslenska forsætisráðherranum hélt hann ræðu og talaði og talaði og talaði, allt þar til framkvæmdastjóri NATO setti á kaffihlé. Að umræðunum loknum kom Bush til Mulroney og sagðist hafa lært mikilvæga lexíu í alþjóðasamskiptum. – Hver var hún? spurði kandadíski forsætisráðherrann. – Jú, svaraði Bush: Því minna sem landið er, þeim mun lengri er ræðan.
Sjá má upptöku af ræðu Mulroney í útförinni hér. Kaflinn þar sem Steingrímur Hermannsson kemur við sögu, hefst þegar ríflega tvær mínútur eru búnar af ræðunni, (02:19).
Lesa má kaflann úr ræðunni hér:
At his first NATO meeting as the new U.S. President, George — who sat opposite me — took copious notes as the heads of governments spoke. We were limited in time. It is very flattering to have the president of the U.S. take notes as you speak and, even someone as modest as me, threw in a few adjectives here and there to extend the pleasure of the experience.
After President Mitterand, Prime Minister Thatcher and Chancellor Kohl had spoken it was the turn of the prime minister of Iceland who — as President Bush continued to write — went on and on and on and on — ending only when the Secretary General of NATO firmly decreed a coffee break.
George put down his pen, walked over to me and said: “Brian, I have just learned the fundamental principle of international affairs.” “What’s that?” I asked. Bush replied, “the smaller the country, the longer the speech.”