„Geðþóttaákvörðun“ ráðherra að taka leitarstarf af Krabbameinsfélaginu

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.

„Flutn­ing­ur leit­ar­starfs­ins er að mínu mati geðþótta­ákvörðun, tek­in án trú­verðugs rök­stuðnings og vandaðs und­ir­bún­ings, og ég velti því fyr­ir mér hvað raun­veru­lega ligg­ur að baki ákvörðun ráðherr­ans.“

Sigurður Björnsson, læknir.

Þetta segir Sigurður Björnsson, læknir og f.v. formaður Krabbameinsfélags Íslands, í grein sem birt er í Morgunblaðinu á laugardaginn sl. undir yfirskriftinni „Hvaða sjónarmið ráða för?“, og beinir orðum sínum m.a. til heilbrigðisráðherra, Svandísar Svavarsdóttur.

„Ástæðan fyr­ir því að ég skrifa þessa grein er sú að ég get ekki orða bund­izt vegna þeirr­ar ákvörðunar nú­ver­andi yf­ir­valda heil­brigðismála að flytja leit að krabba­meini í brjóst­um og leg­hálsi frá Leit­ar­stöð Krabba­meins­fé­lags Íslands.“

Engin haldbær rök liggi til grundvallar ákvörðuninni

Sigurði sé ekki kunnugt um að fyrir liggi fyrir kostnaðarútreikningar vegna málsins og ekki hafi verið haft samráð við Krabbameinsfélag Íslands, né konurnar sem til stöðvarinnar leita um þjónustu. Þannig skorti rökstuðning fyrir ákvörðuninni.

Starf­semi leit­ar­stöðvar Krabba­meins­fé­lags Íslands hafi skilað mark­tæk­um ár­angri við að greina á byrj­un­arstigi krabba­mein í kon­um. Efniviður Leit­ar­stöðvar­inn­ar hafi nýtst til vís­inda­vinnu og mik­ins fjölda vís­inda­greina. Sé þar m.a. um að ræða far­alds­fræðirann­sókn­ir, flest­ar í sam­vinnu við Krabba­meins­skrá fé­lags­ins, sem sé í fremstu röð slíkra skráa, segir Sigurður í greininni.

Frumkvæði og eldmóður fólksins í landinu að baki starfinu

Hann segir að fjölmörg félög og samtök hafi verið stofnuð í gegnum tíðina af áhugamönnum um málefni heilbrigðisþjónustu í gegnum tíðina, þar sem unnið hefur verið af eldmóði og oft í sjálfboðavinnu:

„Þessi al­manna­heilla­sam­tök voru stofnuð af áhuga­mönn­um á sviði mis­mun­andi þjóðþrifa­mála, þar sem mönn­um fannst að verk væri að vinna, og flest hafa starfað fyr­ir sjálfsafla­fé í góðri sam­vinnu við stjórn­völd og jafn­vel með dygg­um stuðningi og þakk­læti þeirra. Vert er að þakka stjórn­völd­um hvers tíma fyr­ir hvatn­ingu og stuðning við slík sam­tök, stjórn­völd hafa einnig verið iðin við að þakka fólk­inu í land­inu fyr­ir stuðning og gjaf­mildi við hin ýmsu fé­lög og hafa heiðrað for­ystu­menn þeirra og hinn al­menna sjálf­boðaliða fyr­ir fórn­fúst starf. Mörg slík fé­lög hafa á ein­hverj­um tíma­punkti lent í erfiðleik­um með fjár­mögn­un en flest slík vanda­mál verið leyst með hag­sýni og dygg­um stuðningi fólks­ins í land­inu.“

„Sjald­an hef­ur það gerzt að stjórn­völd hafi ákveðið að taka til sín verðmæt­ustu bit­ana úr starf­semi fé­lag­anna og þá sem mestr­ar virðing­ar og þakk­læt­is hafa notið meðal fólks­ins.“