Lengi vel hefur maður staðið í þeirri trú að bankarnir hugsuðu bara um að græða peninga, þegar Goldman Sachs geysist fram á sjónarsviðið með mikla umhyggju fyrir loftslaginu. Um þetta skrifar ástralski rithöfundurinn Joanne Nova í samantekt og Viljinn þýddi.
„Goldman Sachs sendi frá sér 34 blaðsíðna greiningu á áhrifum loftslagsbreytinga. Niðurstöðurnar eru ógnvekjandi.“ – Yusuf Kahn, Business Insider, september 2019.
Einhverra hluta vegna greip Goldman Sachs fjárfestingabankinn snögglega til þess ráðs að pakka skýrslu Loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna (IPCC) í nýjan búning og gefa hana út. Kannski voru stjórnendur bankans hræddir um að viðskiptavinir þeirra horfðu ekki nógu mikið á CNN, Breska ríkisútvarpið (BBC) og fleiri stöðvar.
Skýrsla Goldman Sachs um áhrif loftslagsbreytinga á borgir víðs vegar um heiminn vekur upp ugg.
Blaðamenn gleyma að spyrja hver græðir á loftslagsógninni
Bankinn varaði við því að „afleiðingar hlýnandi heims gætu spilast út á nokkrum áratugum, jafnvel þó að viðleitni til að takmarka losun gróðurhúsalofttegunda skili árangri í dag.“
Hækkandi hitastig myndi leiða til breytinga á ferli sjúkdóma, langvarandi hitabylgja, hamfaraveðra og fallandi framboðs og gæða vatns til drykkjar og landbúnaðar.
„Þrátt fyrir óvissu um tímasetningu og umfang áhrifanna, gæti verið skynsamlegt fyrir sumar borgir að byrja að fjárfesta í aðlögun núna,“ segir í skýrslu Goldman Sachs. „Aðlögun þéttbýlis gæti knúið uppbyggingu eins stærsta innviðaverkefni sögunnar. Vegna umfangs verkefnisins mun aðlögun þéttbýlis líklega þurfa að nýta sér nýstárlegar fjármögnunarleiðir. “
Skelfingu lostinn blaðamaðurinn Yusef Kahn, gleymdi alveg að spyrja hvort Goldman Sachs ætlaði sér að græða á þessu.
Strax daginn sem COP25, loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Madríd, lauk í desember, án árangurs, var Goldman Sachs tilbúinn að stíga inn með góðar fréttir, 17. desember 2019:
„Goldman Sachs setur 750 milljarða dollara í loftslagsbreytingar.“ – Elizabeth Dilts-Marshall, Sydney Morning Herald.
Goldman Sachs ætlar að verja 750 milljörðum dala í sjálfbærar fjármálatengdar framkvæmdir á næsta áratug.
Fyrirtækið sagði einnig að það muni takmarka fjármögnun á öllum nýjum olíuframleiðslu- og rannsóknarverkefnum á norðurslóðum, og að það muni leggja strangari útlánakröfur á kolaiðnað.
„Það er ekki aðeins brýn þörf á að bregðast við, heldur einnig öflug viðskipta- og fjárfestingatækifæri til að gera það,“ skrifaði David Solomon, forstjóri Goldman Sachs, í álitsgerð sem birt var í desember sl. í Financial Times.
„Til að auka líkurnar á að ná að berjast gegn loftslagsbreytingum, verða stjórnvöld að verðleggja kolefniskostnaðinn“ sagði hann.
Bankar komast beint í vasa almennings með hjálp stjórnvalda
Myndu ekki dásamleg fjárfestingartækifæri skapast, ef hægt er að hræða ríkisstjórnir til að krefjast nauðungargreiðslna frá borgurum, fyrir betra veður? Hagnaðarvonin verður minni hjá kjánunum sem fjárfesta í vindorku, en hjá bönkum sem stunda miðlun á grænum fjárfestingum og kolefniskvóta. Eigendur vindmylluiðnaðarins verða algjörlega háðir reglum stjórnvalda til að geta grætt einhverja peninga (og ófyrirsjáanlegum vindi). Markaðurinn þeirra gæti gufað upp og þeir setið eftir vindmyllugarða sem framleiða orku handahófskennt, t.d. á tímum þar sem hún nýtist engum.
750 milljarðar ástæðna fyrir að Goldman Sachs er klappstýra Gretu Thunberg – Tyler Durden hjá Zero-Hedge.
David Solomon, forstjóri Goldman Sachs, tilkynnti áætlanirnar í Financial Times, þar sem hann skrifaði að það væri „öflugt viðskipta- og fjárfestingatækifæri“ fyrir bankann til að gera ráðstafanir til að takast á við loftslagsbreytingar, og vaxandi tækifæri í heiminum.
Goldman Sachs mistókst að græða peninga í síðustu tilraun til að leggja á kolefnisgjald, og leitast nú við að höfða beint til talsmanna sýndardyggða í umhverfismálum. Þeir vonast til að fá fjármagn frá barnalegum fjárfestum, sem sækjast eftir því göfuga markmiði að fjárfesta aðeins í grænum, endurnýjanlegum og „hreinum“ verkefnum (hvað sem það þýðir). Goldman Sachs er að sækjast eftir, miðað við blandaða þriggja prósenta þóknun af 750 milljarða dollara fjármálaþjónustu, hagnaði upp á 22,5 milljarða dollara – mjög svo hvetjandi viðskiptatækifæri.
… fyrr á þessu ári vann Goldman Sachs með ítalska raforkufyrirtækinu Enel, til að afla 1,5 milljarða dollara með skuldabréfaútboði sem tengdist fjárfestingum við skuldbindingu Enels til að auka endurnýjanlegan orkugrunn um fjórðung fyrir árið 2022.
Örvæntingarfull leið til að bjarga fjármálakerfi á fallanda fæti?
Goldman græddi sem sagt um 15 milljónir dollara fyrir að selja helling af skuldabréfum til hóps af frjálslyndum „grænum“ viðskiptavinum sem stýra peningum annarra frjálslyndra. Vegna þess að þegar seðlabankar hafa yfirtekið markaðinn, og hlutur Goldman Sachs í viðskiptum minnkar ársfjórðung eftir ársfjórðung. Þegar komandi neikvæðir vextir munu breyta viðskiptabankafjárfestingu Goldman Sachs í hörmungar, þá má alltaf græða peninga á samviskubiti frjálslyndra…
Eins og ég hef sagt í tíu ár og hálft ár, aðalmálið er alþjóðlegi markaðurinn fyrir kolefniskvóta, og helstu styrkþegarnir eru bankamenn. Loftslagsbreytingar geta hugsanlega verið sjö þúsund milljarða dollara tekjuöflun fyrir bankamenn.
Ef Goldman Sachs getur þénað tuttugu og tvö þúsund milljónir dollara fyrir nokkur græn handabönd, af hverju ættu þeir þá ekki að ráða hóp vísindamanna til að skrifa skýrslur og gefa út fréttatilkynningar? Reyndar væru þeir brjálaðir ef þeir gæfu ekki nokkrar milljónir hingað og þangað í styrki til umhverfisverndarsamtaka. Hver veit – 22 milljarða dollara væntur hagnaður gerir alls kyns hluti mögulega.
Fyrir níu árum hafði Deutsche Bank sömu hvöt til að skrifa 51 blaðsíðna vísindaskýrslu. Þeir reistu einnig 70 feta háan dómsdagsklukkuturn.
Hér förum við aftur inn í loftslagsbóluna 2.0.
Bankamennirnir eru komnir aftur.