Greindarkynhneigðir laðast einungis að gáfnaljósum

Albert Einstein hefur verið ómóstæðilegur greindarkynhneigðum. Mynd/Wikipedia

Tekist hefur að flokka kynhneigðir niður í enn fleiri og smærri einingar, en fjallað er um greindarkynhneigð (e. Sapiosexuals) í viðtali í Guardian í dag. Þetta fólk telji u.þ.b. hálft prósent þeirra sem hafa skráð sig á stefnumótasíðuna OkCupid, að því er fram kemur í viðtalinu.

Jafnréttismálaráðherra Frakka, Marlène Schiappa, greinir þannig frá því að hún sé greindarkynhneigð. Hún er hálffertug og segist taka innri mann og gáfur framyfir útlitið. „Þetta er einfalt, við greindarkynhneigða fólkið löðumst kynferðislega að afburða vel gefnu fólki, án tillits til þess hvernig það lítur út.“

Marlène Schiappa.

Greindarkynhneigðir örvist kynferðislega af kappræðum, djúpri hugsun og löngum samtölum um bókmenntir. Spurt var hvort henni væri alvara með því að kalla þetta kynhneigð, svaraði Schiappa: „Þetta er alveg jafngild kynhneigð eins og t.d. sjálfskynhneigð (e. autosexuality),“ þar sem fólk laðast kynferðislega að sjálfum sér.

„Ef þú hefur áhuga á 19. aldar bókmenntum, skammtafræði, óperu eða stjórnmálum, hafðu þá samband,“ sagði Schiappa, „en ekki ef þú hefur horft á Ástareyjuna (e. Love Island), því það hef ég aldrei gert.“