Gylfi Sigfússon hættir sem forstjóri Eimskips: Flytur til Bandaríkjanna

Gylfi Sig­fús­son mun láta af störf­um sem for­stjóri Eim­skipa­fé­lags Íslands um næstu ára­mót. Frá þessu var greint í tilkynningu félagsins til Kauphallar Íslands í kvöld, en Eimskip er skráð á markaði.

Gylfi mun frá byrj­un næsta árs stýra dag­leg­um rekstri Eim­skips í Banda­ríkj­un­um og Kan­ada, ásamt flutn­ings­miðlun­ar­fyr­ir­tæk­inu Eim­skip Log­istics.

Nýr forstjóri Eimskips hefur ekki verið ráðinn, en stjórn félagsins hyggst fljótlega setja af stað ráðningarferli.

Baldvin Þorsteinsson, stjórnarformaður Eimskips, segir í tilkynningunni að Gylfi eigi að baki tæplega 30 ára feril hjá félaginu, þar af áratug sem forstjóri. Hann hafi tekið við félaginu og stýrt viðamikilli endurskipulagningu sem tekist hafi vel.

„Verk­efnið var ekki aðeins mik­il­vægt fyr­ir Eim­skip held­ur einnig fyr­ir hags­muni Íslands; að tryggja óhefta flutn­inga til og frá land­inu á erfiðum tím­um, treysta rekstr­ar­grund­völl heima og er­lend­is, auk þess sem hann stýrði fé­lag­inu til nýrr­ar framtíðar með dug­miklu og sam­stilltu starfs­fólki. Vinn­an við end­ur­skipu­lagn­ing­una tókst vel og fé­lagið stend­ur sterkt eft­ir,“ segir Baldvin.

Gylfi þakkar í tilkynningunni þeim fjöl­mörgu stjórn­ar­manna, stjórn­enda og starfs­manna sem og viðskipta­vina fé­lags­ins sem hann hafi unnið með. „Þess­ir aðilar settu allt sitt á vog­ar­skál­arn­ar til að koma Eim­skip aft­ur á skrið. Rekstr­ar- og fjár­hags­leg end­ur­skipu­lagn­ing fé­lags­ins reyndi mikið á starfs­fólk en upp­sker­an var góð og nú sigl­ir fé­lagið inn í bjarta og spenn­andi tíma.“