Hættuástand vegna eldgoss sem hafið er á Filippseyjum

Gosmökkurinn nær langt upp í himinhvolfin. Skjáskot/Youtube

Gríðarlegt eldgos hófst kl. 6.30 að íslenskum tíma í eldfjallinu Taal á eyjunni Luzon, vinsælli ferðamannaeyju sem stendur í stöðuvatni, um 100 kílómetra suður af Manila, höfuðborg Filippseyja.

Eldfjallið Taal er hættulegt, nálægt mannabyggðum og er annað virkasta eldfjall Filippseyja. Bæir hafa verið rýmdir og hættustig hefur verið hækkað úr 3 í 4 af 5 mögulegum, en hætta er talin á sprengingu og risaflóðbylgjum. Flugi hefur verið aflýst og mikið öskufall er á svæðinu samkvæmt opinberri upplýsingasíðu um eldfjöll.

Hægt er að sjá gervihnattamyndband af því þegar gosið hófst hér:

https://rammb-slider.cira.colostate.edu/?sat=himawari&z=5&im=12&ts=1&st=20200112050000&et=20200112125000&speed=130&motion=loop&map=1&lat=0&opacity%5B0%5D=1&hidden%5B0%5D=0&pause=0&slider=-1&hide_controls=0&mouse_draw=0&follow_feature=0&follow_hide=0&s=rammb-slider&sec=full_disk&p%5B0%5D=band_13&x=6752.5&y=7415