Gríðarlegt eldgos hófst kl. 6.30 að íslenskum tíma í eldfjallinu Taal á eyjunni Luzon, vinsælli ferðamannaeyju sem stendur í stöðuvatni, um 100 kílómetra suður af Manila, höfuðborg Filippseyja.

Eldfjallið Taal er hættulegt, nálægt mannabyggðum og er annað virkasta eldfjall Filippseyja. Bæir hafa verið rýmdir og hættustig hefur verið hækkað úr 3 í 4 af 5 mögulegum, en hætta er talin á sprengingu og risaflóðbylgjum. Flugi hefur verið aflýst og mikið öskufall er á svæðinu samkvæmt opinberri upplýsingasíðu um eldfjöll.
Hægt er að sjá gervihnattamyndband af því þegar gosið hófst hér: