Halldór Blöndal gagnrýnir Davíð: „Morgunblaðið ekki svipur hjá sjón“

Halldór Blöndal, f.v. þingmaður og ráðherra Sjálfstæðisflokksins.

„Ég hef verið að velta skrif­um Davíðs Odds­son­ar fyr­ir mér, hvað fyr­ir hon­um vaki. Eng­um dylst að hon­um er mikið niðri fyr­ir og á erfitt með að hemja skap sitt þegar svo ber und­ir. Þá er eins og hann fái út­rás með því að hreyta fúkyrðum í þjóðir Evr­ópu­sam­bands­ins en mær­ir Trump, for­seta Banda­ríkj­anna,“ segir Halldór Blöndal, f.v. þingmaður og ráðherra í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag.

„Nú ligg­ur það auðvitað fyr­ir að Davíð Odds­son, sem var for­sæt­is­ráðherra til 2004 og síðan ut­an­rík­is­ráðherra til 2005, mótaði starfs­hætti okk­ar inn­an Evr­ópska efna­hags­svæðis­ins öðrum frem­ur og hvernig við beitt­um áhrif­um okk­ar þar. Eng­inn einn maður hef­ur haft meiri áhrif í þeim efn­um en hann,“ segir Halldór, og bendir á að ekki sé um meira valdframsal að ræða með orkupakka 3 en þegar EES-samningurinn var gerður, fyrir tilstilli Davíðs og Jóns Baldvins Hannibalssonar.

Áður hafi verið farið rétt með efnisatriði mála

„Þegar ég var blaðamaður á Morg­un­blaðinu var það borg­ara­legt blað, þar sem skýr mörk voru sett milli al­mennra frétta og póli­tískra frétta. Reykja­vík­ur­bréf voru þannig skrifuð að farið var rétt með efn­is­atriði máls, þannig að les­andi þeirra vissi um hvað var að ræða og gæti­lega talað um ein­stak­ar per­són­ur. Mér er mjög í minni ádrepa sem ég ung­ur blaðamaður fékk frá Matth­íasi Johann­essen og hef ekki gleymt þótt átt­ræður sé. Nú hef­ur breyt­ing orðið á. Morg­un­blaðið tal­ar ein­göngu um það í þriðja orkupakk­an­um sem ekki er í hon­um, nefni­lega sæ­streng til Íslands. Á hinn bóg­inn læt­ur Morg­un­blaðið sig engu skipta frjáls­ræði í viðskipt­um með raf­magn, rétt neyt­enda og neyt­enda­vernd. Morg­un­blaðið er ekki svip­ur hjá sjón. Það er ekki það sama og það var. En það er ekki öll von úti. Við höfðum gam­an af að gant­ast hér fyrr meir meðan Ey­kon var rit­stjóri og segja: „Hver veit nema Eyj­ólf­ur hress­ist!““