Hasar í borgarstjórn: Forseti sleit fundi áður en tillaga Baldurs komst að

Baldur Borgþórsson einkaþjálfari og varaborgarfulltrúi Miðflokksins.

Baldur Borgþórsson, varaborgarfulltrúi Miðflokksins, er ósáttur með að Dóra Björt Guðjónsdóttir, forseti borgarstjórnar og oddviti Pírata, hafi óvænt slitið fundi í forsætisnefnd borgarinnar í dag þegar átti að taka fyrir tillögu hans um að henni yrði gert að draga ásakanir í hans garð til baka. Baldur hafði krafist þess að forseti viki við afgreiðslu málsins.

Hann fagnar því þó, að ákveðið hafi verið að vinna að uppsetningu upplýsingavefjar um laun og kjör borgarfulltrúa í samræmi við tillögu sem hann flutti á síðasta ári. 

„Dóra Björt sleit fundi fyrirvaralaust þegar komið var að þessum lið,“ segir Baldur og spyr hvar lýræðið í borgarstjórn Reykjavíkur sé statt þegar forystumenn gangi fram með þessum hætti.