Höfum eitt á hreinu: Veggjöld eru skattur

Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.

Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir að stjórnarflokkarnir séu á síðustu dögum þingsins að reyna að bæta við veggjöldum úti um allt land inn í samgönguáætlun.

„Veggjöld á allar þrjár stofnleiðirnar út úr höfuðborginni. Veggjöld á öll jarðgöng. Veggjöld á ýmsar framkvæmdir úti um allt land. Í staðinn verður framkvæmdum flýtt og nýjum framkvæmdum bætt við,“ segir hann í grein í Morgunblaðinu í dag.

„Veggjöld hafa oft verið rædd á undanförnum áratugum en nú er uppstillingin sú að það á að afgreiða þingsályktun um veggjöld í síðustu vikunni áður en haustþing klárast. Ekkert svigrúm til umsagna. Ekkert svigrúm til samráðs. Flýtimeðferð og geðþóttaákvarðanir út í gegn,“ segir hann.

„Við skulum hafa eitt á hreinu, veggjöld eru skattur. Skattur sem notendur veganna greiða. Á þann hátt getur veggjald svo sem verið sanngjarn skattur, þeir borga sem nota. Á hinn bóginn leggst sá skattur mun þyngra á lágtekjufólk af því að gjöldin eru óháð tekjum, segir Björn Leví ennfremur.