Hollendingar slegnir óhug eftir skotárás í sporvagni

Hollendingar eru slegnir óhug eftir að vopnaður maður eða menn hófu allt í einu að skjóta á farþega í sporvagni í borginni Utrecht í Hollandi í morgun.

Enginn hefur verið handtekinn, en fjölmargir eru slasaðir og í lífshættu, að sögn lögreglu. Nú hefur verið staðfest að amk þrír eru látnir af sárum sínum.

Sérsveit lögreglunnar er á vettvangi ásamt björgunarfólki við 24 Oktoberplein lestarstöðina, þar sem stórt svæði hefur verið gert af.

Árásin virðist hafa átt sér stað klukkan kortér í ellefu að staðartíma. 

Lýst er eftir árásarmanninum sem sést hér á mynd úr eftirlitsmyndavél í sporvagninum. Hann mun heita Gökmen Tanis, 37 ára Hollendingur af tyrkneskum uppruna.

Ekki er útilokað að um hryðjuverk sé að ræða og hefur hollenska ríkisstjórnin verið kölluð til neyðarfundar vegna málsins.

Fréttin verður uppfærð.