Hollendingar eru slegnir óhug eftir að vopnaður maður eða menn hófu allt í einu að skjóta á farþega í sporvagni í borginni Utrecht í Hollandi í morgun.
Enginn hefur verið handtekinn, en fjölmargir eru slasaðir og í lífshættu, að sögn lögreglu. Nú hefur verið staðfest að amk þrír eru látnir af sárum sínum.
Sérsveit lögreglunnar er á vettvangi ásamt björgunarfólki við 24 Oktoberplein lestarstöðina, þar sem stórt svæði hefur verið gert af.
Árásin virðist hafa átt sér stað klukkan kortér í ellefu að staðartíma.

Ekki er útilokað að um hryðjuverk sé að ræða og hefur hollenska ríkisstjórnin verið kölluð til neyðarfundar vegna málsins.
Fréttin verður uppfærð.