Eftir margra mánaða samningaviðræður hafa Bandaríkin og Kína loksins afhjúpað „fyrsta hluta“ viðskiptasamnings síns, og þar með sést að hann er takmarkaðri að umfangi en sá samningur sem báðir aðilar höfðu leitast við að ná. Um þetta fjallar Financial Times í gær, og Viljinn gerði samantekt og þýddi.
Sumar skuldbindingunum endurspegla eldri loforð sem Kína gerði á vettvangi Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar og á leiðtogafundum G20, auk endurskipulagningar sem Peking hafði þegar hafið í átt að opnari mörkuðum. Ekki er fjallað um netstuld Kínverja eða notkun þeirra á iðnaðarstyrkjum og hindrunum gegn sumum bandarískum fjárfestingum í tækni.
Gagnrýnendur fussa en stuðningsmenn Trump ánægðir
Gagnrýnendum finnst lítið hafa áunnist, miðað við sársaukann og truflanirnar sem viðskiptastríðið hefur haft í för með sér, og margir áheyrnarfulltrúar voru varkárir varðandi niðurstöðuna.
En meðlimum Trump-stjórnarinnar, og aðilum tengdum Hvíta húsinu finnst að meira hafi áunnist en áður, og ekki mikið minna en það sem þeir óskuðu eftir þegar Donald Trump hlaut kjör í embætti.
Kína samþykkti að beita sér fyrir verndun hugverkaréttar, til að auðvelda bandarískum fyrirtækjum að leita réttar síns, bæði í einkamálum og sakamálum, vegna þjófnaðar á viðskiptaleyndarmálum, án þess að birta trúnaðarupplýsingar um viðskipti. Samningurinn felur einnig í sér strangari ráðstafanir vegna einkaleyfa, vörumerkja og landfræðilegra marka til að koma í veg fyrir sjóræningjastarfsemi og eftirlíkingar.
Þrátt fyrir að þessar ráðstafanir eigi við um stafræn brot, segja gagnrýnendur að þessi kafli fjalli um mörg „20. aldar“ hugverkamálefni varðandi Kína, en takist ekki á við brýnustu vandamál nútímans.
Kína hét því að hætta að neyða bandarísk fyrirtæki til að afhenda yfirvöldum tækni í skiptum fyrir leyfi stjórnvalda og aðgang að mörkuðum – skuldbinding sem gerð var þegar Kína varð aðili að Alþjóðaviðskiptastofnuninni, en braut síðan ítrekað, að sögn bandarískra embættismanna.
Sala á landbúnaðarvörum til Kína verður auðveldari
Kína samþykkti að losa um langvarandi viðskiptahindranir með matvæli og landbúnað – að mestu leyti tengda heilbrigðisstöðlum – sem áttu við um vörur eins og ungbarnablöndur, alifugla, nautakjöt, svínakjöt, hrísgrjón og gæludýrafóður. Auðvelda á bandarískum kornframleiðendum að fá líftæknitengd samþykki fyrir erfðabreyttum matvælum. Með því að slaka á þessum hindrunum ætti að verða auðveldara fyrir bandaríska bændur að flytja út meiri vörur til Kína – sem verður efni í annan kafla samningsins.
Kína hefur heitið að opna fjármálaþjónustugeirann fyrir samkeppni frá Bandaríkjunum, allt frá bankaþjónustu til lánshæfismats, rafrænnar greiðsluþjónustu, eignastýringar og trygginga. Bandaríkin hafa einnig gefið nokkur loforð á móti um að slaka á reglum sem mismuna kínverskum fjármálaþjónustum í Bandaríkjunum. Það gæti linað áhyggjur af því að viðskiptastríð Bandaríkjanna og Kína leiði til aftengingar fjármagnsmarkaða, og ætti að tryggja stuðning Wall Street við samninginn.
Bæði Bandaríkin og Kína áréttaðu að mestu leyti loforð sem löndin gáfu G20-ríkjunum og Alþjóðagjaldeyrissjóðinum, um að gengisfella ekki gjaldmiðla sína í þágu útflutnings, halda sig við markaðsgengi og upplýsa opinberlega um gjaldeyrisstöðu sína.
Brot á samningnum verða háð fullnustu
Löndin tóku sérstaklega fram að öll brot á skilmálum samningsins væru háð fullnustu, sem gæti þýtt að kallað yrði á samráð við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn, eða einhliða gjaldtöku.
Kína samþykkti að versla fyrir 200 milljarða dollara meira af bandarískum vörum næstu tvö árin, en það gerði árið 2017, áður en viðskiptastríðið hófst.
Síðasti kaflinn í viðskiptasamningnum felur í sér formsatriði eins og að samningurinn taki gildi 30 dögum eftir undirritun og gefur löndunum rétt á að hætta við innan sex daga. Þar kemur einnig fram að löndin muni koma sér saman um tímasetningu næstu áfanga samningaviðræðna – þó engin tímalína sé gefin upp.
Bandarískir og kínverskir embættismenn hafa sagt að þeir séu tilbúnir til að hefja annan áfanga viðræðnanna, sem gætu leitt til frekari tollalækkana. En ekkert gefið um það hvort samningur náist fyrir kosningarnar í nóvember – sem gæti ráðið úrslitum um hvort Trump haldi embættinu næstu fjögur ár.