Inga Sæland tekur sæti í fjárlaganefnd

Inga Sæland, formaður Flokks fólksins.

Breytingar hafa orðið á skipan þingmanna í nefndir í kjölfar brottreksturs þeirra Ólafs Ísleifssonar og Karls Gauta Hjaltasonar úr Flokki fólksins.

Inga Sæland mun taka sæti Ólafs Ísleifssonar í fjárlaganefnd og Ólafur Ísleifsson mun taka sæti í atvinnuveganefnd. Guðmundur Ingi Kristinsson mun taka sæti sem aðalmaður í Íslandsdeild Norðurlandaráðs í stað Ólafs Ísleifssonar en Inga Sæland sem varamaður.

Þá mun Guðmundur Ingi Kristinsson taka sæti sem varamaður í Íslandsdeild Vestnorræna ráðsins í stað Karls Gauta Hjaltasonar.

Borist hefur tilkynning um breytingu á stjórn þingflokks Flokks fólksins og verður Inga Sæland varaformaður.