„Ég er algjörlega á móti innleiðingu orkupakka þrjú. Ég tel ekki að fyrirvarar við innleiðinguna muni halda nema til skemmri tíma,“ segir Bjarni Jónsson sveitarstjórnarmaður í Skagafirði og varaþingmaður Vinstri grænna í Norðvesturkjördæmi í samtali við Viljann í kvöld.
Bjarni, sem einnig er stjórnarmaður í VG, tók málið upp á fundi stjórnar VG sl. föstudag og telur mikilvægt að tryggja góða málsmeðferð og umræðu. Hann segir að flokkurinn hafi skýra afstöðu í málinu samkvæmt stefnu sinni og grunngildum.
Bjarni telur rétt okkar Íslendinga til að tryggja eigið matvælaöryggi nátengda þessari umræðu og sífellt fleiri mál séu orðin ofurseld erlendu valdi.