Söguleg tíðindi urðu í íslenskum stjórnmálum í dag þegar Flokkur fólksins ákvað á stjórnarfundi að reka tvo þingmenn, þá Karl Gauta Hjaltason og Ólaf Ísleifsson.
Báðir þingmennirnir sátu umtalaðan spjallfund nokkurra þingmanna á Klaustur, í fyrri viku og hafa aðspurðir neitað því að segja af sér vegna óviðurkvæmilegrar framkomu það kvöld.
Ólafur hefur verið formaður þingflokks Flokks fólksins og Karl Gauti varaformaður. Eftir brottreksturinn er þingflokkurinn skipaður tveimur þingmönnum, þeim Ingu Sæland og Guðmundi Inga Kristinssyni.
Á Klausturfundinum fræga buðu Miðflokksmenn þeim Ólafi og Karli ítrekað að ganga yfir í Miðflokkinn.