Kirkjusókn með besta móti í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra

Messað er á dvalarheimilum, í fangelsum og fleiri stofnunum um jólin. Myndin er af Dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund. Mynd/Grund

Messusókn í kirkjum Reykjavíkurprófastsdæmis vestra á aðfangadag var afar góð, fullt út úr dyrum á flestum stöðum þannig að fólk þurfti að sitja í hliðarsölum og á göngum.  Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurprófastsdæmi vestra.

Háteigskirkja í Reykjavík með Hallgrímskirkju í baksýn.

Það var messað tvisvar til þrisvar sinnum í stóru kirkjunum, Hallgrímskirkju, Neskirkju, Háteigskirkju, Langholtskirkju, Dómkirkjunni, Seltjarnarneskirkju, Bústaðakirkju, Grensáskirkju, Áskirkju og Laugarneskirkju og ennfremur var messað á dvalarheimilum og stofnunum Landspítala og í fangelsunum.  

Söfnuðir Íslendinga erlendis voru með sínar messur og alls staðar, á öllum þessum stöðum sem ég hef nefnt hefur verið fullt og prestar, organistar, söngfólk, starfsfólk safnaða og sjálfboðaliðar staðið vaktina með mikilli prýði og Þjóðkirkjunni til sóma.