Líkti BBC við kirkju sem prédikar hvað fólki „á að finnast“ um málefni

Breska ríkisútvarpið þykir hafa verið hlutdrægt í aðdraganda BREXIT og fleiri málaflokkum. Mynd/Wikipedia

Fyrrum ritstjóri Daily Telegraph og ævisöguritari Margaret Thatcher, Charles Moore, sagði að fjármögnunarlíkan Breska ríkisútvarpsins (BBC) sé orðið úrelt. Frá þessu greindi breska blaðið Express í gær.

Hann ritstýrði þætti á Radio 4 í gær, þar sem umræða um umdeilt leyfisgjald BBC fór fram. Könnun sem 1.000 manns tóku rétt fyrir jól, leiddi í ljós að ekki er mikill stuðningur við afnotagjald BBC hjá almenningi, en 74 % voru sammála um að afnema ætti afnotagjaldið. Í Bretlandi er fólk ákært fyrir að koma sér undan greiðslu þess.

Hlutdrægni og prédikanir um pólitísk málefni

Moore sagði m.a. að BBC stilli sér upp sem hlutlausu með háa staðla.

„BBC er prédikar yfir okkur daglega. Við fáum prédikun um loftslagsbreytingar, prédikað er um fjölbreytileika og einnig er prédikað um hluti sem okkur er ætlað að hafa vanþóknun á.“

Hann hélt áfram: „Hugmyndin um sjálfstæði þjóðarinnar, til dæmis, sem var lykilhugmyndin á bak við BREXIT-atkvæðagreiðsluna, var stöðugt vikið frá, og tilhneiging var til að ræða hana svipað og kynþáttahatur.“

„Svo ég held að það sé mjög skýrt hvað það er sem við eigum að hugsa.“

Líkir BBC við kirkju, þó sumt sé samkvæmt staðli

„BBC lítur á sig eins og einskonar kirkju, en eins og Englandskirkja á 19. öld, þá held ég að BBC-kirkjan hafi nokkrar góðar hliðar, sumir staðlar eru að sumu leyti uppfylltir og sumt gagnast menningarlega. En ég held að það ætti að leggja það niður.“

BBC hefur margsinnis lent í skotlínunni á undanförnum árum, vegna skynjaðrar hlutdrægni í stjórnmálum.

Sem almannafjölmiðill er BBC „skuldbundið til að lúta tilhlýðilegri óhlutdrægni í allri framleiðslu sinni“.