Límdur ofan í stólinn: Pútín að eilífu

Vladimir Pútín, Rússlandsforseti vill nú breyta stjórnarskrá landsins.

Hvað er Vladimir Pútín nú að möndla? Í gær kom forseti Rússlands á óvart, þeim sem fylgjast með málum í Kreml, segir í grein The Economist um vendingar í rússneskum stjórnmálum í gær, og Viljinn þýddi.

Í sambandsræðu sinni tilkynnti hann róttækar breytingar á rússnesku stjórnarskránni og um fyrirhugaða þjóðaratkvæðagreiðslu og (þó enn mjög óljósa) framkvæmd hennar. Þessari sprengju var strax fylgt eftir með þeirri næstu. Forsætisráðherrann, Dmitry Medvedev, sagði af sér ásamt ríkisstjórninni í heild. Þegar The Economist kom út, var ráðgátan um hversvegna Medvedev var látinn fjúka í staðinn fyrir óþekktan teknókrata, enn óleyst.

Getur ekki sleppt tökunum eftir feril sinn á valdastóli

Byrjum á einfaldri staðreynd til að reyna að átta okkur á hvað er að gerast. Undanfarin 20 ár hefur stjórn Pútín drepið of marga, og misfarið með of marga milljarða fjár, til að það sé trúlegt að hann muni nokkurn tíman afhenda völdin. Samkvæmt núgildandi stjórnarskrá getur hann ekki boðið sig fram til forseta þegar kjörtímabilið rennur út árið 2024, en meira en tvö kjörtímabil í röð eru sem stendur, ekki heimil í forsetaembætti. Búist er við því að með einum eða öðrum hætti muni hann leika á reglurnar til að sitja áfram á toppnum. Hann á nú þegar sögu um slíkt. Fyrstu tvö kjörtímabilin hans sem forseta, voru á árunum 2000 til 2008. Skipt var um mann í brúnni tímabundið, Pútín varð forsætisráðherra í fjögur ár, og á meðan gegndi Medvedev embætti, sem augljóslega valdalaus forseti. Árið 2012 var Pútín aftur kominn í skyndilega valdeflt forsetaembættið, eftir endurkjör til annars kjörtímabils árið 2018. Eina ráðgáfan er hvað hann ætlast fyrir árið 2024.

Dmitry Medvedev.

Við vitum það þó ekki. Einn greinilegur valkostur er að Pútín verði aftur forsætisráðherra. Rökin fyrir þeirri niðurstöðu er yfirlýsing hans um að nýja fyrirkomulagið sem hann sækist nú eftir, muni gera embættið mikilvægara, með fulla heimild til að skipa ríkisstjórn (með fyrirvara um staðfestingu þingsins, sem húsbóndahollur flokkur Pútíns, Sameinað Rússland, stjórnar), frekar en að láta forsetann skipa það. Annar og líklegri valkostur er að Pútín reyni að halda völdum í gegnum óljóst skilgreinda en valdamikilli stofnun sem kallast ríkisráðið, sem Pútín sagði (án gríns) í ræðu sinni að skyldi fá meiri völd við að verða hafnað.

Í raun skipta smáatriðin ekki miklu máli. Rússland er einræðisríki í dulargervi lýðræðis. Árangur Pútín stjórnarinnar í kosningum stendur á herðum margra ára hagvaxtartímabils (sem nú er að líða undir lok sökum spillingar, skorts á samkeppnishæfni, endaloka olíuævintýrisins og refsiaðgerða í kjölfar yfirtökunnar á Krímskaga árið 2014) og Sovét-heimsveldisdýrkunar hans. En þeir eiga ef til vill fremur að þakka ríkissjónvarpinu, jaðarsetningu vinsælla stjórnarandstæðinga, samvinnu við leiðitama stjórnarandstöðuflokka, auk handtaka og hótana í garð hinna sem láta sér ekki segjast. Morð á pólitískum andstæðingum getur ekki keppt í raunverulegri samkeppni um völd til lengri tíma litið.

Hinir eilífu leiðtogar eru þó ekki eilífir

Hvort Pútín er forseti, forsætisráðherra, yfirmaður ríkisráðs eða heiðursforseti National Bridge samtakanna (embættið sem Deng Xiaoping stjórnaði Kína úr, í mörg ár eftir að hann lét af æðri embættum), skiptir miklu minna máli en það myndi gera í raunverulegu lýðræðisríki. Enginn veit heldur hver endanleg mynd nýju stjórnarskrárinnar verður. Pútín kann að ákveða, eins og margir hafa gert áður, að ný stjórnarskrá þýði framlengingu á gildandi kjörtímabili. Eða eins og Xi Jinping gerði í Kína árið 2018, þá gæti hann einfaldlega útrýmt tímamörkunum alveg (hann segist ekki vilja gera þetta). Xi nennti ekki einu sinni að halda þjóðaratkvæðagreiðslu, og knúði fram breytingu sem gerir honum kleift að stjórna að eilífu í krafti þjóðþingsins með 2.959 atkvæði af 2.964. Önnur fyrirmynd er í boði Kasakstan, þar sem Nursultan Nazarbayev, sem varð fyrsti forseti lands síns eftir að það hlaut sjálfstæði árið 1990. Hann lét af embætti á síðasta ári – aðeins til að vera áfram formaður stjórnarflokksins og handhafi titilsins „Leiðtogi þjóðarinnar“.

Bandaríkin hefðu einhverntíman talað gegn slíku fúski með reglurnar. Undir Donald Trump gengur það ekki upp; Bandaríkjaforseti fer ekki leynt með aðdáun sína á sterkum leiðtogum. Ekki er líklegt að Evrópusambandið geri meira en að fussa þegar Pútín límir sig ofan í hásætið. ESB er brugðið vegna sterkara Kína og er háð Rússum vegna gasbirgða. Einvaldar heimsins munu fylgjast með atburðunum í Moskvu af áhuga, til að kanna hvort Pútín geti boðið þeim gagnleg ráð um hvernig skuli framlengja eigin völd. Fyrir demókrata heimsins verður einu huggunina að finna í því, að ráðamenn að eilífu, lifa ekki að eilífu.