Meðal sæta-/stæðisnýting Strætó um fimmtungur árið 2018

Að meðaltali ferðaðist u.þ.b. einn pr. hver fimm sæti/stæði í boði hjá Strætó á árinu 2018.

Sæta- og stæðisnýting hjá almenningsvögnum Strætó var rúmlega fimmtungur að meðaltali árið 2018.

Viljinn sendi fyrirspurn í lok nóvember á Strætó þar sem að engar upplýsingar var að finna um nýtingu vagnanna í ársskýrslum Strætó fyrir árið 2018.

Spurt var:

Hver var hámarksfjöldi sæta/standandi plássa í boði í öllum þeim ferðum sem farnar eru í öllum strætóum yfir árið 2018?
(Við eigum við fjölda strætisvagna x fjöldi sæta/standandi plássa pr. vagn x fjöldi ferða yfir árið)

Hver var heildarfjöldi farþega á árinu 2018?

Hver er þá fjöldi sæta/standandi plássa í boði yfir árið deilt með fjölda farþega yfir árið?

Svar frá Strætó bs.:

„Fjöldi innstiga í Strætó á höfuðborgarsvæðinu árið 2018 var 11.405.700. Fjöldi ferða sem farnar voru árið 2018: 642.865

Við erum með „fjölda farþega árið 2018“ og deildum honum með „fjölda ferða sem farnar voru árið 2018“. Þannig fengum við út tölu fyrir „Fjölda farþega í ferð“.

Að meðaltali komast að mestu 85 manns í strætisvagn á höfuðborgarsvæðinu. Þá erum við að tala um bæði sitjandi og standandi í vagninum.

Farþegar í ferð/hámarksfjöldi í vagni = 17.7/85=20,8%

Við höfum séð sambærilegar tölur fyrir Norðurlöndin.

Um er að ræða meðaltal á hverja ferð í öllum ferðum á öllum leiðum. Hafa þarf í huga að farþegafjöldi er mismunandi á háannatíma, utan háannatíma, fyrir mismunandi leiðir og á mismunandi árstímum.

Í sumum tilvikum er hlutfallið töluvert hærra, svo sem á háannatíma og á haustin. Á öðrum tímum er nýtingarhlutfallið lægra, s.s. utan háannatíma og á sumrin.“