Brunatímabilið er hafið á Amazon-svæðinu. Heildarbruni á svæðinu í ár er áætlaður nálægt meðallagi síðastliðinna 15 ára, skv. frétt á vefsíðu Bandarísku geimferðastofnunarinnar (NASA).
Bruninn er áætlaður yfir meðallagi í Amazonas og Rondônia, en undir meðallagi í Pará og Mato Grosso nú í ágúst, samkvæmt rannsóknum og áætlunum frá Alþjóðlega brunagagnabankanum, rannsóknarmiðstöð sem notast við gögn sem hún fær send daglega frá NASA. Fróðlegt er að skoða vefsíðuna, sem sýnir niðurstöður síðustu ára og áætlanir fyrir árin 2016-2019.
Brunar eru sjaldgæfir á Amazon-svæðinu mest allt árið vegna raka og rigninga. En í júlí og ágúst byrjar þurrt tímabil og alla jafna kvikna í framhaldinu eldar, sem innfæddir kveikja til að rýma og viðhalda ræktunarlandi. Venjulega ná eldarnir hámarki í byrjun september en eru slokknaðir í nóvember.