Neskaupstaður var okkar Litla Moskva

„Litla Moskva segir stórkostlega sögu, og sorglega. Hvernig samfélag var byggt upp af félagslegum rekstri sem veitti öllum íbúum skjól og öryggi missti síðan atvinnutækin í hendur innlendra og erlendra auðhringa. Þetta gæti orðið kennslumynd um hvernig svokallaðir vinstrimenn voru ljósmæður nýfrjálshyggjunnar og dólgakapítalismans, allt í nafni þess að ekki væri hægt að standa gegn tímans straumi,“ segir Gunnar Smári Egilsson, fjölmiðlamaður og hugmyndafræðingur Sósíalistaflokksins, um heimildamyndina Litlu Moskvu sem nú hefur verið tekin til sýninga í Bíó Paradís við Hverfisgötu.

Leikstjóri myndarinnar er Grímur Hákonarson, sem farið hefur sigurför um heiminn að undanförnu með kvikmynd sína, Hrútar. 

Á tímum kalda stríðsins komust íslenskir sósíalistar sjaldan til áhrifa í stjórnmálum. Landinu var stjórnað af hægri- og miðjuflokkum sem hölluðu sér til vesturs; við vorum í NATÓ og með bandaríska herstöð í Keflavík. Það var aðeins einn staður á landinu sem að sósíalistar réðu; Neskaupstaður. Þeir komust til valda árið 1946 og stýrðu bænum í 52 ár.

Leikstjóri: Grímur Hákonarson
Ár: 2018
Lengd: 56 mín
Land: Ísland
Frumsýnd: 15. Nóvember 2018
Tungumál: Íslenska
Aðalhlutverk: Guðmundur Sigurjónsson, Stella Steinþórsdóttir, Ingibjörg Þórðardóttir, Kristinn V. Jóhannsson, Smári Geirsson, Guðmundur Bjarnason og Hákon Hildibrand.