Oflátungarnir sem stjórna og þykjast eiga RÚV kunna ekki að skammast sín

Davíð Oddsson, fyrrverandi forsætisráðherra og borgarstjóri er ritstjóri Morgunblaðsins.

„Kost­ur­inn við ára­móta­s­kaup Rík­is­út­varps­ins nú er að það setti nýj­an botn með af­ger­andi hætti. Ganga má út frá því og jafn­vel vona að það taki nokk­urn tíma að slá þetta met,“ segir í leiðara Morgunblaðsins í dag.

„Eng­ar lík­ur standa þó til þess að of­látung­arn­ir sem stjórna þess­ari stofn­un og þykj­ast eiga hana læri nokkuð. Þar á bæ kunna menn sjálfsagt sitt­hvað, en að skamm­ast sín er þá ekki eitt af því,“ segir þar ennfremur.

Ritstjórinn Davíð Oddsson á langan og glæstan stjórnmálaferil að baki, en á yngri árum vill svo skemmtilega til, að hann var einn umsjónarmanna skemmtiþáttarins Matthildar í Ríkisútvarpinu. Hann er ekki hrifinn af gríninu sem Ríkisútvarpið bauð landsmönnum upp á á gamlárskvöld.

„Víst er að eng­inn al­gild­ur mæli­kv­arði er á skemmti­gildi en um þetta „skaup“ á þó hið fornkveðna við að það hefði verið fyndn­ara hefði verið húm­or í því. Mest kom á óvart hvað skaupið var ljótt, ill­gjarnt og hve lágt var lagst og hverra er­inda var gengið. Það er nokk­urt af­rek að halda svo illa á að það var orðið allt að því óviðeig­andi að þessi hóp­ur sett­ist alls­gáður í dóm­ara­sæti yfir klaust­ur­munk­um eft­ir það sem á und­an gekk,“ segir ennfremur í leiðaranum.