Önnur bylgja virðist hafin á Spáni: Bretar sem koma þaðan þurfa í sóttkví

Bresk stjórnvöld tilkynntu í kvöld að allir sem snúa aftur til landsins verði að fara í tveggja vikna sóttkví. Þetta er gert vegna þess að talið er að önnur bylgja kórónaveirufaraldursins sé hafinn á Spáni með miklum fjölda nýsmita undanfarna sólarhringa.

Breska utanríkisráðuneytið hefur jafnframt ráðið frá ferðum til Spánar í yfirlýsingu sem gefin var út í kvöld.

Aðeins er mánuður liðinn frá því neyðarlögum var aflétt á Spáni, en þar hafði verið útgönguvann í gildi um langa hríð. Nú er óttast að aftur verði gripið til svipaðra ráðstafana, enda hefur orðið veruleg aukning í fjölda smita í borgum á borð við Barcelona, Zaragoza og í höfuðborginni Madrid.

Töluverð aukning hefur aukinheldur orðið undanfarna í daga í löndum á borð við Frakkland og Þýskaland.

Íslensk sóttvarnayfirvöld hafa enn ekki gefið út neina yfirlýsingu vegna ástandsins á Spáni, en mörg hundruð Íslendingar hafa sótt landið heim undanfarna daga í leit að sól og strandlífi.