Orkuveitan íhugar að kæra Einar Bárðarson fyrir tilraun til fjárkúgunar

Forstjóri Orkuveitunnar hefur til skoðunar að kæra Einar Bárðarson til lögreglu fyrir tilraun til fjárkúgunar.

Þetta staðfestir Helga Jónsdóttir, starfandi forstjóri OR í samtali við mbl.is og segist munu gera tillögur til stjórnar fyrirtækisins um næstu skref eftir að skýrsla Innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar um vinnustaðamenningu innan fyrirtækisins var lögð fram í gær.

„Ég mun fara yfir það allt sam­an og gera mín­ar til­lög­ur til stjórn­ar­inn­ar en mun ekki tala um það við neinn ann­an fyrr en ég er búin að af­greiða þær til stjórn­ar­inn­ar,“ seg­ir Helga í sam­tali við mbl.is.

Í Kastljósi í gær sagðist Helga hafa upplifað tölvupóst Einars, sem er eiginmaður Áslaugar Thelmu Einarsdóttur, sem var rekin frá Orku náttúrunnar, sem hótun. Þar krafðist hann launa til handa Áslaugu í tvö ár vegna uppsagnarinnar. Hægt væri að klára málið „okkar í milli“ eins og hann orðaði það, eða fleirum yrði blandað í málið.

Einar hefur ekki svarað fyrirspurnum fjölmiðla um tölvupósta sem hann sendi vegna málsins og voru birtir sem fylgiskjöl með skýrslunni í gær.