Palestínumenn tapa í hvert sinn sem samningi er hafnað

Mahmoud Abbas, forseti Palestínu og yfirmaður palestínskra stjórnvalda, hafnaði friðaráætlun Trump umsvifalaust. Mynd/Wikimedia Commons

Sagan vinnur sjaldnast með þeim sem ætla aftur á bak.

Bret Stephens skrifaði grein í The New York Times í gær, um nýja friðaráætlun Donald J. Trump Bandaríkjaforseta í Mið-Austurlöndum, og Viljinn þýddi.

Varðandi friðaráætlun Trump forseta vegna átaka Ísraela og Palestínumanna, þá er væri auðvelt að draga þá ályktun að hún sé pólitískt viðvik, gjöf til Benjamin Netanyahu og kosningasigurs forsetans, í þeim tilgangi að vinna atkvæði gyðinga í Flórída, frekar en hjarta Palestínumanna í Ramallah.

Hún getur verið allir þessir hlutir. En enginn mun tapa eins mikið á umsvifalausri höfnun á friðaráætluninni en Palestínumenn sjálfir, en leiðtogar þeirra virðast ekkert hafa lært af sögunni.

Palestínumenn enda uppi með minna í hvert sinn sem þeir hafna samningum

Hægt væri að draga saman friðarviðleitni araba og Ísraelsmanna í eina setningu: Nánast í hvert sinn sem arabar hafa hafnað samningum, hafa þeir endað uppi með með minna.

Það var skömmu eftir að þeir höfnuðu uppskiptingu á landi árið 1947, sem skapað hefði miklu stærra palestínskt ríki en það sem varð til eftir sjálfstæðisstríð Ísraels. Það raungerðist árið 1967, eftir að Jórdanía hafnaði vopnahléi Ísraelsmanna, sem leiddi til loka yfirráða Jórdaníu á Vesturbakkanum.

Það raungerðist einnig árið 2000, þegar Sýrland hafnaði tilboði Ísraelshers um að skila Golan-hæðum, og á endanum leiddi það til viðurkenningar Bandaríkjanna á fullveldi Ísraels á því landsvæði. Það var rétt síðar sama ár, eftir að Yassir Arafat synjaði boði Ísraels um palestínskt ríki með höfuðborg í Austur-Jerúsalem. Það leiddi til tveggja áratuga hryðjuverka, borgarastyrjaldar Palestínumanna, hruns friðarumleitana í Ísrael og þess ástands sem við höfum núna.

Synjun núna þýðir að minna verður í boði næst

Umsvifalaus höfnun Palestínumanna á Trump-friðaráætluninni fylgir sama mynstrinu – forseti Palestínumanna, Mahmoud Abbas, fordæmdi hana sem „samsæri“ . Synjun í dag mun nánast óhjákvæmilega leiða til þess að minna verður í boði á morgun.

Það er ekki þar með sagt að áætlunin, eins og hún er nú, getur orðið eitthvað annað en vonbrigði fyrir flesta Palestínumenn. Það gerir Ísraelum kleift að byggja á Vesturbakkanum og í Jórdan dalnum. Hún viðurkennir fullveldi Ísraelsríkis yfir óskiptri Jerúsalemborg. Hún skilyrðir ríki Palestínumanna um fullt afnám hernaðar Palestínumanna og afvopnun Hamas. Hún bætir Palestínumönnum upp fyrir töpuð svæði á Vesturbakkanum með afskekktum svæðum nálægt landamærum Egyptalands. Kort af framtíðar Palestínu lítur síður út eins og venjulegt ríki, en líkist meira lungna- eða nýrnamynd.

Á móti kemur að mikið af því sem áætlunin færir Ísrael, hefur Ísrael þegar og mun aldrei láta af hendi – sem skýrir hvers vegna áætluninni var ekki aðeins fagnað af Netanyahu heldur einnig af keppinauti hans, miðjumanninum Benny Gantz. Gagnrýnendur stefnu Ísraela krefjast þess oft að palestínskt ríki sé nauðsynlegt til að varðveita Ísrael sem lýðræðisríki gyðinga. Ef til vill er það rétt. En í því tilfelli ættu þeir gagnrýnendur að virða sársaukafullar ályktanir sem Ísraelsmenn hafa dregið um það hverskonar palestínskt ríki þeir geta örugglega sætt sig við.

Verulega betri möguleikar í boði fyrir almenna palestínumenn

Mikilvægara er þó hvað áætlunin býður venjulegum Palestínumönnum – og hvers hún krefst af leiðtogum þeirra. Hún býður upp á fullvalda ríki, að mestu samfellt landsvæði, heimkoma fanga, tengingu Gaza og Vesturbakkans og 50 milljarða dollara efnahagsaðstoð. Hún krefst þess að gyðingahatri verði eytt úr námskrám skólanna, endurreisnar lögmætra stjórnvalda á Gaza og upprætingu hryðjuverkasamtaka.

Í heildina yrði þetta sögulegt afrek, en ekki „svindl“ eins og frjálslyndir gagnrýnendur samningsins halda fram. Tilgangurinn með palestínsku ríki ætti að vera að skila verulega betri möguleikum til palestínsku þjóðarinnar, en ekki að vera tákn um mikilvægi spilltra kúgara, leiðtoga þeirra.

Það þyrfti að byrja á að bæta stjórnarhætti Palestínumanna, í fyrsta lagi með því að skipta um leiðtoga, sem hafa aðalhagsmuni af því að misbeita valdi. Ef Abbas – sem nú er á 16. ári kjörins fjögurra ára kjörtímabils síns – bæri raunverulega hagsmuni Palestínumanna í brjósti, myndi hann segja af sér. Sama á við um grimma og tortryggna leiðtoga Hamas á Gaza. Það að friðaráætlunin krefjist þess síðarnefnda er ekki hindrun fyrir ríkisstjórn Palestínumanna, það er forsenda þess.

Arabaríkin virðast opin fyrir friðaráætluninni

Á sama tíma er einnig mikilvægt að stemma stigu við væntingum Palestínumanna. Gyðingaríkið hefur dafnað að hluta vegna þess að það hefur ávallt verið tilbúið að slá af kröfum sínum. Harmleikur Palestínumanna hefur verið bein afleiðing þess að hafa tekið gagnstæða nálgun: að standa við ítrustu kröfur, frekar en að vinna að semja. Það leiðir sjaldan til farsældar að reyna að mjaka sögunni aftur á bak.

Allt tal um að áætlun Trumps sé andvana fædd, er ekki endilega rétt miðað við hvað henni hefur verið tekið af opnum huga af nokkrum arabískum ríkjum, þar á meðal Sádi Arabíu og Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Stjórnvöld þar vita alltof vel að arabaheimurinn hefur mikilvægari viðfangsefni að takast á við, en málefni Palestínumanna. Þeir vita líka að áratugalaus óánægja og andúð gagnvart ríki gyðinga hefur verið stórkostleg mistök. Það besta sem arabaheimurinn gæti gert er að læra af Ísraelsríki, ekki gera það að andstæðingi.

Þetta ætti líka að eiga við um Palestínumenn. Gamla klisjan um að Palestínumönnum hafi aldrei skort tækifæri til að missa af tækifærum inniheldur því miður sannleikskorn. Enginn ætti að dæma þá til að endurtaka mistökin.