Reykjavíkurborg lýsir eftir hugmyndum um hvernig Reykjavíkurborg geti náð kolefnishlutleysi, en borgin ætlar að verða kolefnishlutlaus árið 2040. Frá þessu segir í tilkynningu frá Reykjavíkurborg í dag.
Allir þeir sem hafa áhuga á málefninu eru hvattir til að senda inn hugmyndir og tillögur í gegnum vefgátt til og með 8. desember nk.
Sú stefna hafi verið sett árið 2016 og ítarleg aðgerðaráætlun fylgdi henni, sbr. nánar hér: Loftslagsstefna Reykjavíkurborgar.
Í tilkynningunni segir að Parísarsamningnum sé hugtakið kolefnishlutleysi skilgreint þannig að jafnvægi sé náð milli losunar gróðurhúsalofttegunda frá manngerðum uppsprettum og bindingu þannig að nettó útstreymi þeirra sé jafnt núlli.
Samkvæmt samningnum ber hvert land ábyrgð á losun sem á sér stað innan sinna landamæra. Nú er kominn tími til að endurskoða áætlunina og er leitað eftir hugmyndum frá öllum sem láta sig málið varða.