Rík­is­stjórn sem féll­ist á slíka kröfu gæti eins hætt störf­um sam­dæg­urs

Aðilar á vinnumarkaði geta ekki sett fram full­kom­lega óraun­sæj­ar kröf­ur og beðið svo eft­ir að rík­is­valdið skeri þá úr snör­unni, segir í Staksteinum Morgunblaðsins í dag.

Sem kunnugt er hafa Samtök atvinnulífsins hafnað tillögu Eflingar, en hún gekk út á að stjórnvöld gerðu stórfelldar breytingar á skattkerfinu að forskrift Stefáns Ólafssonar og Indriða Þorlákssonar, sem unnu greiningu um málið fyrir stéttarfélagið.

Er almennt búist við að viðræðum deiluaðila verði slitið í næstu og boðað til verkfalla sem gætu þá hafist í mars.

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.

„Þá er afar sér­kenni­legt, svo vægt sé til orða tekið, þegar sett­ar eru fram kröf­ur á hend­ur kjörn­um full­trú­um al­menn­ings um að þeir af­sali sér valdi í hend­ur fólks í einu verka­lýðsfé­lagi sem að auki hef­ur veikt umboð eft­ir rýr­an stuðning fé­lags­manna í kosn­ingu,“ segir ennfremur í Staksteinum.

„Það að Efl­ing telji raun­sætt eða viðeig­andi að gera kröfu um að til­tek­in skýrsla tveggja áhuga­manna um aukna skatt­heimtu verði gerð að skatta­stefnu Íslands er veru­legt áhyggju­efni. Rík­is­stjórn sem féll­ist á slíka kröfu gæti eins hætt störf­um sam­dæg­urs. Hún hefði þegar sýnt að hún væri búin að missa tök­in,“ segir þar jafnframt.