Vissulega hef ég strítt ríkisstjórnarflokkunum á að vera í raun „Framsóknarflokkarnir þrír“. Kyrrstöðustaugin heldur þeim saman og þeim líður furðuvel, þrátt fyrir allt. En ráðaleysi ríkisstjórnarinnar er hrópandi og birtist til dæmis í fjárlögum, kjaramálunum, þriðja orkupakkanum, heilbrigðismálum, velferðarmálumi, varnarmálum, samgöngumálum og veiðigjöldum. Staðan er vægast sagt vandræðanleg.
Þetta segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar í færslu á fésbókinni.
Og hún bætir við:
„En ekki hafði ég ímyndunaraflið í að ríkisstjórnin yrði titrandi í hnjánum yfir því sem Sigmundur Davíð segir og gerir. Að ráðherrar sem og þingmenn stjórnarflokkanna myndu sveiflast með honum eins og lítið barn á róluvelli. Ríkisstjórnin ætti einfaldlega að ganga hreint til verks og bjóða Miðflokknum með í stjórnina og gulltryggja þannig íhaldssömustu þjóðrembustjórn landsins í lengri tíma.“