Sameinuðu þjóðirnar á leið í greiðsluþrot í lok mánaðarins

Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, Antonio Guterres tilkynnti um ráðningu bankastjórans í gær.

Sameinuðu þjóðirnar (SÞ) eru með hallarekstur upp á 230 milljón Bandaríkjadala, og gætu átt í erfiðleikum með að greiða 37 þúsund starfsmönnum sínum laun og fríðindi í lok þessa mánaðar, er haft eftir framkvæmdastjóra þeirra, Antonio Guterres. Frá því greindu CBSnews og fleiri fjölmiðlar í gær.

„Aðildarríkin hafa einungins greitt 70% af þeirri heildarfjárhæð sem þarf til að reka SÞ á þessu ári. Það rak stofnunina í lausafjárþurrð þegar í lok september, og hætta er á að varasjóðir munu klárast í lok þessa mánaðar“, á framkvæmdastjórinn að hafa sagt í bréfi til starfsmanna SÞ.

Til að spara, hefur Guterres nefnt að draga úr ráðstefnu- og fundahöldum, þjónustu og ferðalögum, niður í einungis það allra nauðsynlegasta. Hann á að hafa óskað eftir auknum framlögum aðildarríkja SÞ fyrr á árinu, til að afstýra lausafjárþurrð stofnunarinnar, við dræmar undirtektir.

Aðildarríki sem höfðu greitt að fullu, seint eða minna en beðið var um í ágúst sl.

Bandaríkin fjármagna rekstur SÞ mest, eða um 22% af 5,4 milljarða dollara rekstrarkostnaði stofnunarinnar árlega. Bandaríkjastjórn undir forystu Donald Trump hefur undanfarið óskað eftir endurskoðun á framlögum til ýmissa verkefna hennar.