Segir háskólamenntaða ekki ætla að sitja eftir þegar kemur að launahækkunum

Þórunn Sveinbjarnardóttir formaður BHM.

Stétt­ar­fé­lög inn­an Banda­lags há­skóla­manna (BHM) vinna nú að kröfu­gerð sinni og er und­ir­bún­ing­ur fyr­ir samn­inga­törn vors­ins vel á veg kom­inn. Bandalagið á viðræður við þrjá viðsemj­end­ur sam­tím­is; ríkið, Reykja­vík­ur­borg og Sam­band ís­lenskra sveit­ar­fé­laga. 30% launa­fólks hjá rík­inu eru í stétt­ar­fé­lagi inn­an BHM en 14% hjá sveit­ar­fé­lög­um.

Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM og fv. þingmaður, segir í aðsendri grein í Morgunblaðinu, að háskólamenntaðir ætli sér ekki að sitja eftir þegar kemur að launahækkunum í vetur.

Er formaðurinn þar augsýnilega að bregðast við vaxandi umræðu af hálfu ASÍ og Eflingar, svo dæmi séu tekin, um mikilvægi þess að hækka lægstu launin sérstaklega í komandi kjarasamningum.

„Í umræðunni um mann­sæm­andi kjör er ekki nóg að ein­blína á mun­inn á milli hæstu og lægstu tekju­tí­und­ar­inn­ar í sam­fé­lag­inu. Það þarf einnig að skoða stöðu milli­tekju­fólks, alls þorra al­menn­ings. Heild­ar­mynd­in skipt­ir máli og sú staðreynd að ráðstöf­un­ar­tekj­ur launa­fólks verða aldrei metn­ar án til­lits til skatt­byrði og þess stuðnings sem ríkið veit­ir í vel­ferðar­kerf­un­um. Þess­ir þætt­ir þurfa að vinna sam­an og þess vegna m.a. er nú horft til frum­kvæðis stjórn­valda í hús­næðis- og skatta­mál­um,“ segir Þórunn.

„Eng­inn deil­ir um mik­il­vægi mennt­un­ar fyr­ir hag­sæld og góð lífs­kjör þjóðar­inn­ar til framtíðar. Dýpra virðist á því að viður­kennt sé að ein­stak­ling­ur­inn þurfi einnig að njóta ábat­ans af því að sækja sér há­skóla­mennt­un. Ávinn­ing­ur­inn af því að afla sér há­skóla­mennt­un­ar er ein­fald­lega of lít­ill á Íslandi og minni en í þeim lönd­um sem við vilj­um bera okk­ur sam­an við,“ bætir hún við og nefnir, máli sínu til stuðnings, að margir háskólamenntaðir greiði fjárhæð sem sam­svar­ar ráðstöf­un­ar­tekj­um eins mánaðar í ár­leg­ar af­borg­an­ir náms­lána. Krafa um að komið verði til móts við greiðendur námslána, t.d. með sérstökum íviln­un­um í skatt­kerf­inu, muni vega þungt á vormánuðum.

„Í kom­andi kjaraviðræðum verður ekki hvikað frá kröf­unni um að fjár­fest­ing fólks í mennt­un skili því eðli­leg­um og sann­gjörn­um ávinn­ingi. Ýmsir hóp­ar inn­an okk­ar raða eiga langt í land með að fá mennt­un sína að fullu metna til launa,“ segir formaður BHM í grein sinni.