Segir Ingu sitja yfir fjárreiðum Flokks fólksins og borgi nákomnum laun

Þau voru saman skamma stund í Þingflokki, Karl Gauti Hjaltason og Inga Sæland, en nú er vík milli vina. / Ljósmynd: Útvarp Saga.

Karl Gauti Hjalta­son, þingmaður utan flokka í kjölfar þess að honum og Ólafi Ísleifssyni var vísað úr Flokki fólksins fyrir jól,  kveðst margoft hafa gert athugasemdir við það hvernig haldið er á fjármálum Flokks fólksins.

Hann skrifar grein í Morgunblaðið í dag, þar sem hann lítur yfir liðið ár í pólitíkinni og segir:

„Síðla í nóv­em­ber, eft­ir að ég hafði lokið þátt­töku minni við aðra umræðu fjár­laga, sat ég und­ir orðræðu sem spannst í hópi sam­starfs­manna og ratað hef­ur í fjöl­miðla. Ég hef beðist af­sök­un­ar á þeim mis­tök­um að sitja of lengi und­ir þess­um umræðum,“ segir Karl Gauti í greininni um Klaustursmálið.

„Ein­hverj­ir hafa staldrað við um­mæli mín við þetta tæki­færi um hæfi­leika for­manns Flokks fólks­ins til að leiða stjórn­mála­flokk. Örskömmu síðar rak stjórn flokks­ins mig við ann­an mann úr flokkn­um.

Þessa gagn­rýni hafði ég, á því ári sem ég hef verið í flokkn­um, margít­rekað látið í ljósi beint við for­mann­inn, meðal ann­ars á vett­vangi þing­flokks­ins og í stjórn flokks­ins, þar sem ég var kjör­inn með flest­um at­kvæðum allra stjórn­ar­manna á lands­fundi flokks­ins í sept­em­ber sl.

Ég tel ekki for­svar­an­legt að formaður stjórn­mála­flokks sitji yfir fjár­reiðum hans með því að vera jafn­framt prókúru­hafi og gjald­keri flokks­ins. Þá get ég held­ur ekki sætt mig við að op­in­beru fé sé varið til launa­greiðslna í þágu nán­ustu fjöl­skyldumeðlima stjórn­mála­leiðtoga. Lands­lög kveða skýrt á um vandaða meðferð þeirra fjár­muna sem stjórn­mála­flokk­ar þiggja úr al­manna­sjóðum og er mik­il­vægt að eft­ir þeim sé farið,“ segir Karl Gauti.

Spurningar frá Viljanum

Í tilefni greinar Karls Gauta, hefur Viljinn sent Ingu Sæland nokkrar spurningar og er beðið svara við þeim.

Þær eru:

1.Er það rétt að Karl Gauti hafi ítrekað gagnrýnt fjárreiður flokksins og að þú hefðir prókúru sem gjaldkeri og formaður?

2.  Ertu enn með prókúru?

3. Hefur flokkurinn verið með aðila þér nákomna í launaðri vinnu? Hvað hafa þeir fengið greitt?

4. Finnst þér eðililegt að ráða fjölskyldumeðlimi í slík störf sem njóta opinberra styrkja, án auglýsingar?

5. Er eitthvað í bókhaldi Flokks fólksins sem ekki þolir skoðun?

6. Er eitthvað til í því, sem haldið hefur verið fram, að þú sért ásamt nýjum þingflokksformanni á leið í Samfylkinguna?