Segir Jóhannes hafa dregið sér fé frá Samherja


James Hatuikulipi, einn þriggja „hákarlanna“ í Samherjaskjölunum, og fyrrverandi stjórnarformaður hjá sjávarútvegsfyrirtækinu Namibian Fis­hing Cor­poration, eða Fishcor, bar fyrir rétti í Namibíu í dag að uppljóstrarinn Jóhannes Stefánsson hefði dregið sér fé frá Samherja til að fjármagna eigin fíkniefnaneyslu.

Frá þessu skýrir dagblaðið Namibian í tvísti í dag, en blaðamaður þess fylgist með réttarhöldum yfir namibískum embættismönnum og stjórnmálamönnum sem sakaðir hafa verið um mútuþægni og óeðlilega fyrirgreiðslu.

Fram kemur í tístinu að forstjórinn fyrrverandi segir Fishrot-málið eða Samherjamálið eins og það hefur verið kallað hér á landi, sé komið til vegna óvildar Jóhannesar í garð Samherja, síns gamla vinnuveitanda.