Vilborg G. Hansen fasteignasali hefur sent bréf til formanns bankaráðs Seðlabanka Íslands og tilkynnt úrsögn úr ráðinu sem varamaður.
Hún hefur jafnframt sagt sig úr Miðflokknum. Kemur úrsögnin í kjölfar fregna af ummælum þingmanna flokksins um konur á gleðskap nýverið, eins og greint hefur verið frá í fjölmiðlum.
Bréf Vilborgar er svohljóðandi:
Úrsögn úr varamennsku í bankaráði Seðlabankans
Forseti alþingis og formaður bankaráðs Seðlabanka Íslands.
Ég undirrituð segi mig hér með úr varamannsku í bankaráðs Seðlabanka þar sem mér er ómögulegt að styðja lengur þann flokk sem ég sit í umboði fyrir eftir fréttir gærdagsins í Dv og Stundinni.
Vinsamlega staðfestið úrsögn mína.
Með vinsemd og virðingu
Vilborg G Hansen