„Ég held að Evrópusamfélagið fari í taugarnar á fólki, hvernig það skiptir sér af lífi einstaklinga á öllum mögulegum stigum, út af smámunum. Fólk er löngu hætt að skilja hver á að vera ávinningurinn af því.“
Sir David Attenborough, sem er mörgum Íslendingum kunnur fyrir náttúrulífsþætti í Breska ríkisútvarpinu, vandar Evrópusamandinu (ESB) ekki kveðjurnar yfir „kjánalegum“ afskiptum þess af málefnum Bretlands, á hann að hafa sagt í viðtali við ítalska blaðið La Repubblica fyrir fáeinum dögum.
Hann segir að á meðan fólk í Suður-Ameríku og Afríku þurfi að mæta hryllilegum áskorunum, séu Bretar nú fastir í léttvægu tuði yfir BREXIT. „Þeir [ESB] fara í fýlu ef einhver talar ekki tungumálið þeirra, tala um hluti eins og hve mikla peninga er leyfilegt að rukka fyrir tómata eða eitthvað jafn lítilvægt.“
„Breytinga var þörf“
Sir David vildi ekki svara hvernig hann kaus í þjóðaratkvæðagreiðslunni um BREXIT, en sagði „breytinga var þörf.“ Hann varaði fólk við að leyfa reiðinni að taka yfir, og vonaði að „sturlunarástandið sem lagðist á Evrópu“ í Seinni heimsstyrjöldinni, sé enn í minnum haft.
Að lokum sagði Sir David að hann teldi að stjórnmálakerfið hafi komið sér í „fáránleg“ vandræði. „Maður hefur bara enga hugmynd um hvað á eftir að gerast.“