Skúli í Subway hreytti ónotum í skiptastjórann

Deilur Skúla Sigfússonar, sem kenndur er við Subway, og skiptastjórans Sveins Andra Sveinssonar hafa ekki farið framhjá neinum. Sveinn Andri vann á dögunum riftunarmál gegn Skúla og hefur kært hann til Héraðssaksóknara. Á móti hefur Skúli kært Svein Andra og er óhætt að segja, að ekki séu miklir kærleikar þeirra í millum.

Þeir félagar hittust fyrir tilviljun á Austurvelli fyrir skemmstu og gekk það ekki átakalaust fyrir sig.

Sveinn Andri lýsir því svo í fésbókarfærslu:

„Ég velti oft fyrir mér hvernig einstök orð verða til.

Þar sem ég gekk illa klæddur í kuldahrolli á nöprum vetrardegi eftir Aðalstræti, mætti ég manni í hlaupagalla, en maðurinn sá er oft er kenndur samlokustaði sem hann rekur.

Hreytti hann út úr sér yfir götuna: „Auli!“

Rann þá sem snöggvast upp fyrir mér uppruni og merking orðsins „aulahrollur“.““