Skúli Mogensen viðurkennir mistök: „Erfiðasti dagurinn í sögu WOW air“

„Þetta er erfiðasti dagurinn í sögu WOW air. Við erum með frábæran hóp af fólki sem hefur lagt hart að sér að gera WOW air að veruleika og það er því sorglegt að neyðast til að fara í þennan niðurskurð. Ég vildi óska þess að það væri til önnur leið en staðreyndin er sú að við verðum að snúa við rekstrinum og koma honum aftur í gott horf áður en við getum hafið uppbygginguna að nýju“ segir Skúli Mogensen forstjóri og stofnandi WOW air í yfirlýsingu sem hefur verið send til fjölmiðla.

„Síðastliðið ár hefur reynst WOW air mjög erfitt í rekstri og unnið hefur verið markvisst að því undanfarið að snúa rekstrinum við til hins betra og fjármagna félagið. Eins og fram hefur komið er Indigo Partners að vinna með WOW air um að tryggja langtíma fjármögnun félagsins. Liður í þeirri vinnu er að einfalda rekstur WOW air og ná arðsemi á ný en félagið skilaði hagnaði árin 2015 og 2016.

Flugvélum fækkað úr tuttugu í ellefu

Stór hluti af þessari endurskipulagningu WOW air felst í því að fækka flugvélum úr tuttugu í ellefu og verða eingöngu flugvélar að gerðinni Airbus A321 og A320 í flota félagsins. Félagið er í samningaviðræðum um skil á nokkrum flugvélum til leigusala þar með talið öllum Airbus A330 breiðþotum. Verið er að ganga frá samningi þess efnis að selja fjórar Airbus A321 flugvélar sem verða afhentar í janúar 2019 og mun bæta lausafé félagsins um 10 milljónir Bandaríkjadala.

Það verða engar breytingar á flugáætlun í desember og byrjun janúar. Frá janúar 2019 mun félagið fljúga samkvæmt nýrri flugáætlun. Síðasta flug frá Nýju Delí er 20. janúar og frá Los Angeles 14. janúar. WOW air mun hafa samband við þá farþega sem verða fyrir áhrifum breytinga á leiðarkerfi félagsins.

Í ljósi þessara breytinga á starfsemi félagsins er því miður óumflýjanlegt að fækka í starfsmannahópi WOW air. Í dag var 111 fastráðnum starfsmönnum sagt upp störfum og ná uppsagnir starfsmanna þvert á fyrirtækið. Að sama skapi munu samningar við verktaka og tímabundna starfsmenn ekki verða endurnýjaðir að svo stöddu. Vonir standa til að stór hluti þeirra sem fengu uppsögn í dag fái tækifæri hjá félaginu að nýju.

Eftir þessar rekstrarbreytingar munu áfram starfa hátt í þúsund manns hjá félaginu,“ segir í yfirlýsingunni.

Tölvupóstur til starfsmanna

Hér fer á eftir tölvupóstur sem Skúli sendi starfsfólki Wow air nú í morgun. Þar kemur fram að mistök hafi verið gerð þegar félagið fór að bjóða upp á lengri flugleiðir með breiðþotum. Þar með hafi verið horfið frá lággjaldamódelinu sem hafi gefist svo vel. Skúli segir sér um að kenna, þetta hafi verið dýrkeypt lexía sem næstum hafi orðið félaginu að falli.

Dear friends,

After an incredible journey since founding WOW air seven years ago, we are now faced with the biggest and most difficult restructuring in the history of the airline which includes making some very tough decisions.

This involves significantly reducing our fleet from 20 to 11 aircraft and not taking delivery of the  four A330neo, scaling back our operations accordingly and therefore I am very sad to say laying off a large number of people.

This action is devastating given the hard work all of you have been doing and I wish there was any other way possible.  We have looked at multiple possibilities but unfortunately this reduction is the only credible way we can see to save WOW air and build a foundation that we can grow from again.

I am deeply sorry for having to take this extreme action since it will affect many of you dedicated WOW employees and a large number of consultants and temporary hires. However, I sincerely hope you will understand that this is necessary in order to save the remaining almost 1000 jobs at WOW air and allow us to continue to fly to and from Iceland and across the Atlantic.

We are going back to our roots as an ultra-low cost airline and focus on our core business which served us so well in our first years up until 2017.  Instead of sharpening our ultra-low cost model based on the success of 2015 and 2016 we started complicating our business by adding the wide body aircraft and introducing Premium and Comfy products which is far from our original vision. In short, we lost focus and started behaving like a legacy airline. 

These mistakes have almost cost us the company as our losses in 2018 have escalated in recent months due to poor financial results.  It’s very important to note that I cannot blame anybody but myself for those mistakes as I personally championed the A330 fleet expansions, premium seating and to fly further east and west.  

This is a very painful lesson since at the same time we have built something unique with WOW air and while this will require us to take one difficult step back in the short term, I am convinced it will enable us to take two steps forward in the long term and ensure that WOW air will thrive in the future.

With the prospect of getting Indigo Partners as our investors I want to go back to our original vision and demonstrate that we can indeed build a great low cost long haul airline.

For what it’s worth I want to thank you and I also want to make the promise that once we start growing again you will be the first that we will welcome back.

There will be a staff meeting at 1pm today and myself and the management team will be around all day to answer any questions and concerns you might have.