Slökkviliðsmenn saka græningja um umfang brunanna í Ástralíu

Gríðarlegir kjarreldar geisa víða í Ástralíu og erfiðlega hefur gengið að ráða við þá. Mynd/Wikimedia Commons

Að minnsta kosti 25 manns hafa farist, yfir fimmtán hundruð heimila hafa eyðilagst og áætlað er að hálfur milljarður dýra – bæði búfé og villt dýr – hafa brunnið lifandi í gríðarlegum brunum í Ástralíu. Svæðið sem brennur í kjarreldunum nú er talsvert stærra en svæðið sem brann í eldsvoðunum í fyrra í Kaliforníu. Frá því greinir breska blaðið The Daily Mail, sem segir hamfarirnar manngerðar.

Fréttir og myndir sem koma frá Ástralíu eru sláandi og dramatískar.

Sumir stjórnmálamenn og frægir einstaklingar hafa verið snöggir að skella skuldinni á loftslagsbreytingar, á meðan að aðrir hafa lagt hönd á plóg við að reyna að hjálpa, t.d. með því að gefa eða safna fjárframlögum til slökkvi- og björgunarstarfa, t.d. ástralski grínistinn Celeste Barber, sem hefur safnað 34,5 milljónum dollara á örfáum dögum.

Celeste Barber t.h. er þekkt fyrir að skopast að sjálfum frægs fólks.

En hverjar eru raunverulegar ástæður fyrir þessum stórbrunum?

Fleiri en 180 meintir brennuvargar hafa verið handteknir frá því að kjarrelda tímabilið hófst, en 29 eldar voru kveiktir af ásetningi á Shoalhaven svæðinu í suðausturhluta Nýja Suður Wales á aðeins þremur mánuðum, að því er ástralska blaðið The Australian greinir frá.

Eldar í Shoalhaven voru kveiktir á milli júlí og september á síðasta ári, og í Kempsey voru 27 þeirra kveiktir af ásetningi, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Nýja Suður Wales.

Skortur á rýmingju kjarrs og sinu safnar upp gríðarlegum eldsmat

Samtök slökkviliðsmanna í Nýja Suður Wales (VFFA) hafa gagnrýnt græna stefnu umhverfisverndarsinna í Ástralíu harðlega. Þeir segja hana hafa orðið til þess að takmarka og banna sinubruna á vetrum, og rýmingu gróðurs og trjáa. Stefna stjórnvalda vegna þessa hefur orðið til þess að á undanförnum árum hefur safnast upp mikið af eldsmat í formi sinu og gróðurs, en það olli einnig alvarlegum brunum í Kaliforníu í Bandaríkjunum í fyrra.

„Við höfum ekki haft bolmagn til að draga úr brunahættunni vegna allrar skriffinnskunnar sem eru hluti af grænum stefnumálum. Við höfum ekki aðgang að vatni vegna þess að stíflur hafa verið teknar úr notkun í þjóðgörðum. Tré hafa fallið á farartæki og lokað vegum, þannig að fólk getur hvorki barist við eldinn né komist undan. Við megum ekki höggva trén vegna grænstefnunnar.“ Þetta er haft eftir ástralska þingmanninum og f.v. ráðherra, Barnaby Joyce, í viðtali við The Australian, sem tekur undir með áhyggjum slökkviliðsmanna.

Varaforsætisráðherra, Michael McCormack, hefur talað um „ógeðfellda“ hegðun „skelfilega vitlausra borgarbúa“ fyrir þann óheiðarlega málflutning að tengja loftslagsbreytingar við kjarreldana sem brenna í Queensland og Nýja Suður Wales.

Rýming á skógum hefur alltaf verið nauðsynleg í Ástralíu

Bent hefur verið á að frumbyggjar í Ástralíu hafi í gegnum aldirnar rýmt land með sinubrunum og eyðingu kjarrs, til að draga úr árvissum brunum á þurrasta tímanum. Bændur og aðrir íbúar hafa haldið því áfram, þar til nýlega, þegar stjórnvöld byrjuðu að takmarka og banna þetta nauðsynlega viðhald á landi til að draga úr hættu á stórbruna, en það kemur fram í nýlegu viðtali við forseta VFFA á Sky News:

Í tilkynningu á heimasíðu VFFA segir m.a.:

„VFFA erum reiðir vegna yfirlýsinga lobbýista græningja um að aðgerðir í loftslagsmálum séu mikilvægari en sinubrunar og grisjun til að draga úr eldhættu. Hinn raunverulega sök hvílir á græningjum og hugmyndafræði þeirra, þar sem þeir halda áfram að andmæla og grafa undan viðleitni okkar á kaldari árstímum til að draga úr hættunni, og með því að koma í veg fyrir að landeigendur geti grisjað jarðir sínar til að draga úr hættunni á eldsvoða.“

Mótmælendur og umhverfisverndarsinnar hafa komið í veg fyrir áætlaða sinubruna, sem eru notaðir til að eldsmatur safnist ekki upp. Þau höfðu „áhyggjur af áhrifum sinubruna á loftslagið“.

En hver eru áhrif loftslagsins á brunana í Ástralíu?

Ekki hefur orðið nein marktæk lækkun á úrkomu til lengri tíma né hækkun hitastigs á viðkomandi svæðum.

Það hefur verið þurrt í Nýja Suður-Wales, þar sem flestir verstu brunarnir eru, en það hafa verið nokkur ár, sérstaklega fyrir árið 1960, þegar það var enn þurrara.

Meðaltalsúrkoma að vori í Nýja Suður Wales frá árinu 1900. Graf/Ástralska veðurstofan.

Ekki er heldur um hitamet að ræða við meðalhitann 38,0 °C í desember, en meðaltalshitinn hefur lækkað frá því um þarsíðustu aldamót, þegar hann var 39,9°C, skv. hitamæli við Walgett flugvöll í Nýja Suður Wales, eina af elstu samfelldu hitastigsmælingastöðvum á svæðinu.

Meðaltals hámarkshiti í desember frá því fyrir þarsíðustu aldamót. Graf/Ástralska veðurstofan.