Sniðgekk stefnu flokksins gegn einelti og áreitni og bakaði félögum sínum tjón

Guðrún Ögmundsdóttir, formaður siðanefndar Samfylkingarinnar.

 „Ágúst Ólafur Ágústs­son sæti áminn­ingu fyrir að hafa brotið gegn Báru Huld Beck með eft­ir­far­andi hætti:

Með því að reyna end­ur­tekið og í óþökk þol­anda að kyssa hana á starfs­stöð Kjarn­ans 20. júní 2018 og varðar það við reglu 3.1.3.

Með því að nið­ur­lægja og auð­mýkja þol­anda meðal ann­ars með nið­ur­lægj­andi og móðg­andi athuga­semdum um útlit hennar og vits­muni þegar til­raunir hans báru ekki árangur og varðar það við reglu 3.1.2.

Þá telur nefndin að Ágúst Ólafur hafi með fram­komu sinni gegn þol­anda snið­gengið stefnu Sam­fylk­ing­ar­innar gegn ein­elti og áreitni og bakað félögum sínum í Sam­fylk­ing­unni tjón með því að virða ekki 1., 4. og 11. gr. siða­reglna flokks­ins.

Ákvörð­unin styðst við verk­lags­reglur 6.1.3 um mót­töku og með­ferð umkvart­ana á sviði ein­eltis og áreitn­i.“

Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar.

Þannig hljómar niðurstaða Siðanefndar Samfylkingarinnar, eða trúnaðarnefndar flokksins, sem tók til umfjöllunar kæru blaðakonunnar Báru Beck gegn þingmanni flokksins, Ágústi Ólafi Ágústssyni.

Guðrún Ögmundsdóttir, fv. þingmaður og borgarfulltrúi, Samfylkingarinnar er formaður trúnaðarnefndarinnar. Formaður flokksins, Logi Einarsson, fékk upplýsingar um atvikið í september sl. en af hálfu flokksins var ekkert látið uppi um það opinberlega, fyrr en Ágúst Ólafur steig sjálfur fram á föstudag og upplýsti um það.

Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.

Fréttablaðið, bendir á vef sínum í dag, á að Logi hafi vitað strax á föstudag að yfirlýsing Ágústs Ólafs væri ekki í samræmi við úrskurð trúnaðarnefndarinnar eða upplifun Báru.

„Það er rétt að hún [Bára] hafði sam­band við mig og ég upp­lýsti hana um þau úr­ræði sem við höfum, og hún fór eftir þeim. Í kjöl­far úr­skurðarins kallaði Ágúst okkur fyrir og þá vorum við öll upp­lýst um þetta. Síðan þá hef ég auð­vitað brýnt fyrir honum að segja satt og rétt frá en hef engin af­skipti að öðru leyti,“ segir Logi í sam­tali við Frétta­blaðið.

„Við erum bara að melta þetta núna. Yfir­lýsingin var ein­hliða frá honum og við sáum hana ekki fyrr en hún birtist.“

En í ljósi þess að þú vissir af rang­færslunum – gerðirðu at­huga­semdir við færslu Ágústar Ólafs?

„Ég sá yfir­lýsinguna ekki fyrr en eftir að hún birtist.“

Gerðirðu at­huga­semdir eftir að hún birtist?

„Aftur – ég ætla ekki að tjá mig um það sem fór okkar á milli,“ segir Logi í samtali við vef Fréttablaðsins.