Staffordshire herfangið – Einn mesti fornleifafundur Bretlands

Þessi glæsilegi hjálmur er á meðal munanna sem fundust.

Safn af engilsaxneskum gullmunum, þekkt sem Staffordshire-fjársjóðurinn, er talinn „einn mesti fundur breskrar fornleifafræði“. Um það fjallar breska blaðið Daily Mail í gær.

Eldri maður fann sjóðinn, en hann hafði keypt sér málmleitartæki fyrir tvö pund upp úr skotti á bíl, til að skoða reit nálægt Lichfield, sem tilheyrði bónda nokkrum. Fjársjóðsfundur þeirra, hinn 5. júlí 2009, var seldur Birmingham Museum and Art Gallery, og Potteries Museum & Art Gallery, fyrir 3,285 milljónir punda og skiptu þeir fjármununum á milli sín.

Gripirnir eru frá þeim tíma sem „heilagt stríð myrku aldanna“ geisaði og heiðingjar börðust gegn kristilegum konungsríkjum. Talið er að munirnir, sem eru 3.900 talsins, hafi tilheyrt Penda, heiðnum konungi Mercíu, sem var þar sem Mið-England er nú. Hann réð ríkjum til 655 eftir Krists burð – og var einn valdamesti konungur þess tíma.

Hinn forni fundur er talinn vera frá 600 til 650 eftir Krist og hefur vakið alþjóðlega athygli. Hann inniheldur aðallega vopn, þar á meðal 50 ómetanlegir sverðhnúðar (e. pommels) úr gulli, og gullhjálm – en heillegir hjálmar eru sárasjaldgæfur fundur.

Penda tók þátt í orrustunni við Hatfield Chase þar sem Edwin, kristinn konungur Norður-Úmbríu, var veginn. Fræðimaður telur að hlutunum hafi verið rænt af herjum Mercíu frá Norður-Úmbríu og austurhluta Englands. Talið er að sjóðurinn hafi verið grafinn í flýti og hafi ekki fundist aftur, en hann inniheldur kristilega skreytta muni og á einum þeirra stendur skrifað:

„Rís upp, DROTTINN, og dreptu óvinum yðar á dreif, og látið þá sem hatast hlaupa undan yður.“

(Fréttin hefur verið leiðrétt.)